Innlent

Tollvörðurinn látinn laus

Tollvörður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli hefur verið látinn laus.

Tveir karlmenn á fertugsaldri sem hafa verið í haldi lögreglu vegna málsins síðan í janúar, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. apríl á grundvelli almannahagsmuna.

Málið snýst um innflutning á 20 kg af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa, en ætla má að með amfetamínbasanum hefði verið hægt að framleiða 17 kg af amfetamíni.

Efnin voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. Starfsmenn tollyfirvalda með aðstoð fíkniefnaleitarhunda fundu efnin í janúar, en málið hefur verið unnið í góðri samvinnu lögreglu við tollyfirvöld, sem og dönsk lögregluyfirvöld.


Tengdar fréttir

Tollvörður í gæsluvarðhald

Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×