Safngestum fjölgar ört Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 13:00 „Því meira framboð af menningu og listum því meira eykst eftirspurnin,“ segir Halldór Björn. Vísir//Ernir „Þetta verður skemmtilegt og það verður mikil eftirvinnsla úr þessu málþingi. Því get ég lofað, segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um málþing í safninu á laugardaginn milli klukkan 11 og 14. Hann á von á húsfylli. „Við ætlum að skoða stöðu safnsins eftir 130 ára sögu og frekar mögur ár eftir hrunið mikla,“ segir safnstjórinn og telur framtíðarhorfur verða aðalumræðuefnið. Safnið var opnað við Fríkirkjuveg árið 1988 og komst þá í fyrsta sinn í eigið húsnæði. „Það sást strax 1988 að húsið var of lítið, hvað þá núna þegar safneignin hefur þrefaldast og fjöldinn sem kemur til að skoða listina margfaldast,“ segir Halldór Björn og upplýsir að á árunum 2003 til 2013 hafi gestum safnsins fjölgað um 240 til 250%. Halldór Björn bendir á að Listasafn Íslands sé eitt af höfuðsöfnum landsins, því fylgi þær skyldur að vera í fararbroddi. Safnið eigi tólf þúsund verk en ekki sé pláss fyrir fasta sýningu og bæði sé fjárfrekt og tímafrekt að þurfa stöðugt að taka niður og setja upp sýningar, fyrir utan að fólk gangi aldrei að hlutunum vísum. „Hvað mundir þú segja ef þú færir til Parísar og álpaðist inn í Louvre og þar væri sagt: „Jú, við eigum reyndar Monu Lisu en hún er bara í geymslu.“ Þú færir strax í afgreiðsluna og heimtaðir peningana þína til baka. Svona er þetta hér líka. Fólk gerir æ meiri kröfur.“Þau taka til máls á þinginu:Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setur þingið,Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri, Anna María Urbancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfsmenn safnsins, Andri Snær Magnason rithöfundur, Pallborðsumræður, Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, er fundarstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta verður skemmtilegt og það verður mikil eftirvinnsla úr þessu málþingi. Því get ég lofað, segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um málþing í safninu á laugardaginn milli klukkan 11 og 14. Hann á von á húsfylli. „Við ætlum að skoða stöðu safnsins eftir 130 ára sögu og frekar mögur ár eftir hrunið mikla,“ segir safnstjórinn og telur framtíðarhorfur verða aðalumræðuefnið. Safnið var opnað við Fríkirkjuveg árið 1988 og komst þá í fyrsta sinn í eigið húsnæði. „Það sást strax 1988 að húsið var of lítið, hvað þá núna þegar safneignin hefur þrefaldast og fjöldinn sem kemur til að skoða listina margfaldast,“ segir Halldór Björn og upplýsir að á árunum 2003 til 2013 hafi gestum safnsins fjölgað um 240 til 250%. Halldór Björn bendir á að Listasafn Íslands sé eitt af höfuðsöfnum landsins, því fylgi þær skyldur að vera í fararbroddi. Safnið eigi tólf þúsund verk en ekki sé pláss fyrir fasta sýningu og bæði sé fjárfrekt og tímafrekt að þurfa stöðugt að taka niður og setja upp sýningar, fyrir utan að fólk gangi aldrei að hlutunum vísum. „Hvað mundir þú segja ef þú færir til Parísar og álpaðist inn í Louvre og þar væri sagt: „Jú, við eigum reyndar Monu Lisu en hún er bara í geymslu.“ Þú færir strax í afgreiðsluna og heimtaðir peningana þína til baka. Svona er þetta hér líka. Fólk gerir æ meiri kröfur.“Þau taka til máls á þinginu:Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setur þingið,Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri, Anna María Urbancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfsmenn safnsins, Andri Snær Magnason rithöfundur, Pallborðsumræður, Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, er fundarstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira