Evrópusambandið hefur komið sér saman um að framlengja viðskiptaþvinganir á Rússa þar til í september. Fundur utanríkisráðherra sambandsins var haldinn í Brussel, en þar var jafnframt ákveðið að bæta á lista einstaklinga sem þegar hafa verið settir í ferðabann og hafa þurft að sæta því að eignir þeirra séu frystar.
Hins vegar var ekki ákveðið að fara í frekari aðgerðir gegn Rússum að svo stöddu, en þetta er vegna átaka sem hafa geisað í austur Úkraínu. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar neita því að eiga nokkra aðild að þeim átökum.
Aðgerðir gegn Rússum framlengdar
