Fékk aftur traust á lögreglu 9. mars 2015 07:00 Gunnar Scheving Thorsteinsson hefur ekki ákveðið hvort hann fer aftur til starfa í lögreglunni. fréttablaðið/vilhelm „Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvarlega með opinbert vald er eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lögreglumaður. Frelsissvipting og svipting mannorðs er eitthvað sem þú getur aldrei farið of varlega með,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson. Hann var ákærður fyrir að hafa flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var hann grunaður um að hafa deilt upplýsingum til þriðja aðila um einstakling sem sætti lögreglurannsókn. Á rannsóknarstigi gisti hann fangageymslu yfir eina nótt. Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkissaksóknari svo að fallið yrði frá þeim þætti ákærunnar sem snýr að því að hafa flett upp nöfnum kvennanna. Gunnar segist síðan hafa fengið upplýsingar um það við aðalmeðferð málsins á föstudag að ekki yrði krafist refsingar yfir honum vegna þess ákæruliðar sem eftir stendur. Gunnar Scheving segist telja að á rannsóknarstigi hafi málið ekki einungis snúist um það að hafa flett konunum upp í kerfinu. „Heldur er það það sem situr eftir eftir ónýta rannsókn, þar sem ég var grunaður um miklu alvarlegri hluti,“ segir Gunnar. Hann var upphaflega ásakaður um það að hafa nálgast upplýsingar um konurnar og deilt þeim opinberlega með vinum sínum. Gunnar bendir á að þær ásakanir gegn sér hafi birst í fjölmiðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafsson, verjandi Gunnars, segir að sá grunur að Gunnar hafi flett nöfnunum upp í Löke hafi ekki komið úr tölvukerfinu sjálfu, heldur annars staðar frá. Gunnar hafi einfaldlega ekki flett upp nöfnum þessara kvenna. Gunnar segist hafa misst tiltrú á lögreglu og ákæruvaldinu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunnist aftur eftir atburði liðinnar viku. „En hvort ég vil starfa áfram í lögreglunni, þá er það eitthvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lögreglumaður og ég hef starfað í tíu ár í lögreglunni. Þetta var framtíðarstarfið mitt og ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fótunum svona undan mér út af fölskum ástæðum, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“ segir hann. Hann segist þó hvorki bera hatur eða illvilja til neins. Hvorki lögreglu, ákæruvaldsins eða annarra sem tengjast einkalífi hans. „En ég þarf að rétta hlut minn sjáanlega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli,“ segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefjast refsingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berjast fyrir starfi sínu. „Því ég ætla út í lögregluna á mínum forsendum ef ég ætla út í lögregluna yfirhöfuð,“ segir Gunnar. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
„Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvarlega með opinbert vald er eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lögreglumaður. Frelsissvipting og svipting mannorðs er eitthvað sem þú getur aldrei farið of varlega með,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson. Hann var ákærður fyrir að hafa flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var hann grunaður um að hafa deilt upplýsingum til þriðja aðila um einstakling sem sætti lögreglurannsókn. Á rannsóknarstigi gisti hann fangageymslu yfir eina nótt. Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkissaksóknari svo að fallið yrði frá þeim þætti ákærunnar sem snýr að því að hafa flett upp nöfnum kvennanna. Gunnar segist síðan hafa fengið upplýsingar um það við aðalmeðferð málsins á föstudag að ekki yrði krafist refsingar yfir honum vegna þess ákæruliðar sem eftir stendur. Gunnar Scheving segist telja að á rannsóknarstigi hafi málið ekki einungis snúist um það að hafa flett konunum upp í kerfinu. „Heldur er það það sem situr eftir eftir ónýta rannsókn, þar sem ég var grunaður um miklu alvarlegri hluti,“ segir Gunnar. Hann var upphaflega ásakaður um það að hafa nálgast upplýsingar um konurnar og deilt þeim opinberlega með vinum sínum. Gunnar bendir á að þær ásakanir gegn sér hafi birst í fjölmiðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafsson, verjandi Gunnars, segir að sá grunur að Gunnar hafi flett nöfnunum upp í Löke hafi ekki komið úr tölvukerfinu sjálfu, heldur annars staðar frá. Gunnar hafi einfaldlega ekki flett upp nöfnum þessara kvenna. Gunnar segist hafa misst tiltrú á lögreglu og ákæruvaldinu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunnist aftur eftir atburði liðinnar viku. „En hvort ég vil starfa áfram í lögreglunni, þá er það eitthvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lögreglumaður og ég hef starfað í tíu ár í lögreglunni. Þetta var framtíðarstarfið mitt og ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fótunum svona undan mér út af fölskum ástæðum, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“ segir hann. Hann segist þó hvorki bera hatur eða illvilja til neins. Hvorki lögreglu, ákæruvaldsins eða annarra sem tengjast einkalífi hans. „En ég þarf að rétta hlut minn sjáanlega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli,“ segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefjast refsingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berjast fyrir starfi sínu. „Því ég ætla út í lögregluna á mínum forsendum ef ég ætla út í lögregluna yfirhöfuð,“ segir Gunnar.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira