Á fjórða hundrað eldri borgara bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. mars 2015 19:15 Á fjórða hundrað eldri borgara bíða nú eftir því að komast á hjúkrunar- eða dvalarheimili á landinu öllu. Formaður félags eldri borgara segir biðtímann reynast mörgum erfiður. Dæmi séu um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Mikil vöntun er á hjúkrunarrýmum víða um land. Til að komast inn á hjúkrunar- eða dvalarheimili þarf fólk að hafa gilt færni- og heilsumat sem sérstakar nefndir gera. Í þeim sitja meðal annars læknar, hjúkrunar- og félagsfræðingar. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá matið. Önnur úrræði þurfa að vera fullreynd og ljóst að fólk geti ekki lengur búið í heimahúsi. Í dag eru 376 einstaklingar með gilt færni- og heilsumat og bíða þeir eftir að komast á hjúkrunarheimili. Mest er þörfin í Reykjavík þar sem 168 eru á biðlista. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir áhyggjuefni hversu stór hópur fólks bíður eftir plássi en hópurinn hafi farið stækkandi síðustu ár. „Þetta er alltof stór hópur og alltof veikur, “ segir Þórunn. Hún segir hjúkrunarrýmum hafa fækkað um sjö prósent á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Langstærsti hluti þeirra sem bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili eru í heimahúsi, eða á þriðja hundrað manns. Þórunn segir dæmi um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Hún segir marga hafa beðið jafnvel árum saman eftir því að fá gilt færni- og heilsumat. Þegar það sé komið bíði fólk svo jafnvel mánuðum saman í viðbót til að komast á hjúkrunarheimili. Þessi biðstími sé öllum erfiður. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt gagnvart þessu fólki,“ segir Þórunn. „Þetta eru mætir þjóðfélagsþegnar sem hafa lagt allt sitt í vinnu fyrir þetta samfélag og þeir eiga bara ekkert skilið að þurfa að bíða svona lengi.“ Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Á fjórða hundrað eldri borgara bíða nú eftir því að komast á hjúkrunar- eða dvalarheimili á landinu öllu. Formaður félags eldri borgara segir biðtímann reynast mörgum erfiður. Dæmi séu um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Mikil vöntun er á hjúkrunarrýmum víða um land. Til að komast inn á hjúkrunar- eða dvalarheimili þarf fólk að hafa gilt færni- og heilsumat sem sérstakar nefndir gera. Í þeim sitja meðal annars læknar, hjúkrunar- og félagsfræðingar. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá matið. Önnur úrræði þurfa að vera fullreynd og ljóst að fólk geti ekki lengur búið í heimahúsi. Í dag eru 376 einstaklingar með gilt færni- og heilsumat og bíða þeir eftir að komast á hjúkrunarheimili. Mest er þörfin í Reykjavík þar sem 168 eru á biðlista. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir áhyggjuefni hversu stór hópur fólks bíður eftir plássi en hópurinn hafi farið stækkandi síðustu ár. „Þetta er alltof stór hópur og alltof veikur, “ segir Þórunn. Hún segir hjúkrunarrýmum hafa fækkað um sjö prósent á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Langstærsti hluti þeirra sem bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili eru í heimahúsi, eða á þriðja hundrað manns. Þórunn segir dæmi um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Hún segir marga hafa beðið jafnvel árum saman eftir því að fá gilt færni- og heilsumat. Þegar það sé komið bíði fólk svo jafnvel mánuðum saman í viðbót til að komast á hjúkrunarheimili. Þessi biðstími sé öllum erfiður. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt gagnvart þessu fólki,“ segir Þórunn. „Þetta eru mætir þjóðfélagsþegnar sem hafa lagt allt sitt í vinnu fyrir þetta samfélag og þeir eiga bara ekkert skilið að þurfa að bíða svona lengi.“
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira