Á fjórða hundrað eldri borgara bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. mars 2015 19:15 Á fjórða hundrað eldri borgara bíða nú eftir því að komast á hjúkrunar- eða dvalarheimili á landinu öllu. Formaður félags eldri borgara segir biðtímann reynast mörgum erfiður. Dæmi séu um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Mikil vöntun er á hjúkrunarrýmum víða um land. Til að komast inn á hjúkrunar- eða dvalarheimili þarf fólk að hafa gilt færni- og heilsumat sem sérstakar nefndir gera. Í þeim sitja meðal annars læknar, hjúkrunar- og félagsfræðingar. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá matið. Önnur úrræði þurfa að vera fullreynd og ljóst að fólk geti ekki lengur búið í heimahúsi. Í dag eru 376 einstaklingar með gilt færni- og heilsumat og bíða þeir eftir að komast á hjúkrunarheimili. Mest er þörfin í Reykjavík þar sem 168 eru á biðlista. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir áhyggjuefni hversu stór hópur fólks bíður eftir plássi en hópurinn hafi farið stækkandi síðustu ár. „Þetta er alltof stór hópur og alltof veikur, “ segir Þórunn. Hún segir hjúkrunarrýmum hafa fækkað um sjö prósent á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Langstærsti hluti þeirra sem bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili eru í heimahúsi, eða á þriðja hundrað manns. Þórunn segir dæmi um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Hún segir marga hafa beðið jafnvel árum saman eftir því að fá gilt færni- og heilsumat. Þegar það sé komið bíði fólk svo jafnvel mánuðum saman í viðbót til að komast á hjúkrunarheimili. Þessi biðstími sé öllum erfiður. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt gagnvart þessu fólki,“ segir Þórunn. „Þetta eru mætir þjóðfélagsþegnar sem hafa lagt allt sitt í vinnu fyrir þetta samfélag og þeir eiga bara ekkert skilið að þurfa að bíða svona lengi.“ Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Á fjórða hundrað eldri borgara bíða nú eftir því að komast á hjúkrunar- eða dvalarheimili á landinu öllu. Formaður félags eldri borgara segir biðtímann reynast mörgum erfiður. Dæmi séu um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Mikil vöntun er á hjúkrunarrýmum víða um land. Til að komast inn á hjúkrunar- eða dvalarheimili þarf fólk að hafa gilt færni- og heilsumat sem sérstakar nefndir gera. Í þeim sitja meðal annars læknar, hjúkrunar- og félagsfræðingar. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá matið. Önnur úrræði þurfa að vera fullreynd og ljóst að fólk geti ekki lengur búið í heimahúsi. Í dag eru 376 einstaklingar með gilt færni- og heilsumat og bíða þeir eftir að komast á hjúkrunarheimili. Mest er þörfin í Reykjavík þar sem 168 eru á biðlista. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir áhyggjuefni hversu stór hópur fólks bíður eftir plássi en hópurinn hafi farið stækkandi síðustu ár. „Þetta er alltof stór hópur og alltof veikur, “ segir Þórunn. Hún segir hjúkrunarrýmum hafa fækkað um sjö prósent á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Langstærsti hluti þeirra sem bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili eru í heimahúsi, eða á þriðja hundrað manns. Þórunn segir dæmi um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Hún segir marga hafa beðið jafnvel árum saman eftir því að fá gilt færni- og heilsumat. Þegar það sé komið bíði fólk svo jafnvel mánuðum saman í viðbót til að komast á hjúkrunarheimili. Þessi biðstími sé öllum erfiður. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt gagnvart þessu fólki,“ segir Þórunn. „Þetta eru mætir þjóðfélagsþegnar sem hafa lagt allt sitt í vinnu fyrir þetta samfélag og þeir eiga bara ekkert skilið að þurfa að bíða svona lengi.“
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira