Ranglega sakaður um nauðgun: „Honum var sagt að hann ætti ekki skilið að lifa“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 21:25 „Maður vinnur ekki með ofbeldi," segir María Jimenez Pacifico VÍSIR/DANÍEL Þrjú ár eru síðan líf Maríu Jimenez Pacifico breyttist til frambúðar. Hinn þriðja febrúar 2012 hélt María í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni en hún segir skemmtunina fljótt hafa breyst í martröð þegar hún vaknaði upp við það að ókunnugur maður var að nauðga henni. Dagurinn í dag reyndist henni afar þungbær og var atburðurinn henni ofarlega í huga. Síðdegis í dag bárust henni síðan þær fregnir að góðvinur hennar hefði, nú um helgina, að ósekju verið sakaður um að hafa nauðgað henni og hótað lífláti. „Honum var kennt um það sem gerðist, en hann er vinur minn, góður strákur, og átti engan þátt í þessu. Honum var sagt að hann ætti ekki skilið að lifa og ætti að drepa sig, eða að hann yrði drepinn,“ segir María.Hefði getað farið verr „Hann veit ekki hver það var sem hótaði honum og ógnaði en hann náði sem betur fer að bjarga sér úr aðstæðunum. Það sem ég veit er að maðurinn ætlaði að ráðast á hann og að þetta hefði getað endað illa,“ segir hún og bætir við að hún sé afar sorgmætt yfir atvikinu.Sjá einnig: Addaði nauðgaranum á Facebook„Maður vinnur ekki með ofbeldi. Fólk hafði samband við mig eftir umfjöllunina um mig og bauðst meira að segja til þess að lemja nauðgarann. En ég vil að réttlætinu verði fullnægt og stefni á það, enda komin með nýjan lögfræðing og kæruferlið í fullum gangi,“ segir hún.Bjartsýn á framhaldið María kærði nauðgarann til lögreglu en fékk síðasta sumar fréttir af því að málið yrði fellt niður þar sem ekki væru til staðar nægar sannanir, maðurinn hefði lent í bílslysi og glímdi af þeim sökum við minnistruflanir. Hún er afar ósátt við kerfið og lögmanninn sem ríkið skipaði henni, en með nýjan lögmann og frekari sannanir að vopni, er hún full bjartsýni. „Ég tala um þetta því ég vil ekki að konur séu hræddar. Dagurinn í dag var erfiður, og ég er oft hrædd, en ég er bara mennsk. Maður lendir oft í svona tilfinningarússíbana og þannig verður það örugglega alltaf, en ég bind vonir við nýjan lögmann og er mjög jákvæð á framtíðina.“ María ræddi málið í Íslandi í dag á dögunum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Mér líður ekki illa með að vera fyrirsæta í yfirstærð "Mér líður bara mjög vel með að vera í yfirstærð því fegurðin kemur í öllum stærðum. Eins og sagt er á ensku "Beauty comes in all sizes". 12. ágúst 2013 15:45 Addaði nauðgaranum á Facebook Maria Pacifico vaknaði með ókunnugan mann ofan á sér en var fljót að hugsa og veit því hver hann er. 17. september 2014 16:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þrjú ár eru síðan líf Maríu Jimenez Pacifico breyttist til frambúðar. Hinn þriðja febrúar 2012 hélt María í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni en hún segir skemmtunina fljótt hafa breyst í martröð þegar hún vaknaði upp við það að ókunnugur maður var að nauðga henni. Dagurinn í dag reyndist henni afar þungbær og var atburðurinn henni ofarlega í huga. Síðdegis í dag bárust henni síðan þær fregnir að góðvinur hennar hefði, nú um helgina, að ósekju verið sakaður um að hafa nauðgað henni og hótað lífláti. „Honum var kennt um það sem gerðist, en hann er vinur minn, góður strákur, og átti engan þátt í þessu. Honum var sagt að hann ætti ekki skilið að lifa og ætti að drepa sig, eða að hann yrði drepinn,“ segir María.Hefði getað farið verr „Hann veit ekki hver það var sem hótaði honum og ógnaði en hann náði sem betur fer að bjarga sér úr aðstæðunum. Það sem ég veit er að maðurinn ætlaði að ráðast á hann og að þetta hefði getað endað illa,“ segir hún og bætir við að hún sé afar sorgmætt yfir atvikinu.Sjá einnig: Addaði nauðgaranum á Facebook„Maður vinnur ekki með ofbeldi. Fólk hafði samband við mig eftir umfjöllunina um mig og bauðst meira að segja til þess að lemja nauðgarann. En ég vil að réttlætinu verði fullnægt og stefni á það, enda komin með nýjan lögfræðing og kæruferlið í fullum gangi,“ segir hún.Bjartsýn á framhaldið María kærði nauðgarann til lögreglu en fékk síðasta sumar fréttir af því að málið yrði fellt niður þar sem ekki væru til staðar nægar sannanir, maðurinn hefði lent í bílslysi og glímdi af þeim sökum við minnistruflanir. Hún er afar ósátt við kerfið og lögmanninn sem ríkið skipaði henni, en með nýjan lögmann og frekari sannanir að vopni, er hún full bjartsýni. „Ég tala um þetta því ég vil ekki að konur séu hræddar. Dagurinn í dag var erfiður, og ég er oft hrædd, en ég er bara mennsk. Maður lendir oft í svona tilfinningarússíbana og þannig verður það örugglega alltaf, en ég bind vonir við nýjan lögmann og er mjög jákvæð á framtíðina.“ María ræddi málið í Íslandi í dag á dögunum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Mér líður ekki illa með að vera fyrirsæta í yfirstærð "Mér líður bara mjög vel með að vera í yfirstærð því fegurðin kemur í öllum stærðum. Eins og sagt er á ensku "Beauty comes in all sizes". 12. ágúst 2013 15:45 Addaði nauðgaranum á Facebook Maria Pacifico vaknaði með ókunnugan mann ofan á sér en var fljót að hugsa og veit því hver hann er. 17. september 2014 16:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Mér líður ekki illa með að vera fyrirsæta í yfirstærð "Mér líður bara mjög vel með að vera í yfirstærð því fegurðin kemur í öllum stærðum. Eins og sagt er á ensku "Beauty comes in all sizes". 12. ágúst 2013 15:45
Addaði nauðgaranum á Facebook Maria Pacifico vaknaði með ókunnugan mann ofan á sér en var fljót að hugsa og veit því hver hann er. 17. september 2014 16:50