„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 10:36 Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Vísir „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
„Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48