Kona sem flúði frá Gaza til Íslands fékk ekki leigða íbúð af því hún er múslimi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 22. nóvember 2015 18:35 Marwa Salameh, einstæð móðir frá Palestínu, fékk ekki að leigja íbúð í Reykjavík af því að hún er múslimi. Hún segist hafa lítið sofið nóttina eftir að leigusalinn tjáði henni að hann leigði ekki múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa kom hingað til lands sem flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Hún á tvo litla stráka og hefur búið hér í rúmlega ár. Fyrst eftir komuna til landsins bjó hún á gistiheimili en síðan í leiguíbúð í Norðurmýrinni. Samningurinn þar rennur út eftir mánuð.Samskiptin sem um ræðir.Hún segist ekki telja að Íslendingar séu rasistar. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi eitthvað þessu líkt en henni hafi verið mjög brugðið.Óttast að lenda á götunniÁ Facebook í gær sá hún auglýsta íbúð til leigu sem hún taldi að gæti hentað henni og drengjunum. Hún setti sig í samband við leigusalann sem var kona og óskaði eftir að leigja íbúðina. Konan fór í framhaldinu að spyrja allskyns spurninga, meðal annars hverrar trúar hún væri. Þegar hún sagðist vera múslimi, sagðist konan ekki leigja múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa segist hafa reynt að útskýra fyrir konunni að hún væri ekki hryðjuverkamaður. Hún væri hér á landinu til að skapa sér og drengjunum sínum friðsamlega tilveru en allt hafi komið fyrir ekki. Hún segist hafa sofið lítið í nótt. Hún segist óttast að hún og drengirnir lendi á götunni ef þetta verður viðkvæðið. Ástandið hér geti orðið eins og í Evrópu. Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Marwa Salameh, einstæð móðir frá Palestínu, fékk ekki að leigja íbúð í Reykjavík af því að hún er múslimi. Hún segist hafa lítið sofið nóttina eftir að leigusalinn tjáði henni að hann leigði ekki múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa kom hingað til lands sem flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Hún á tvo litla stráka og hefur búið hér í rúmlega ár. Fyrst eftir komuna til landsins bjó hún á gistiheimili en síðan í leiguíbúð í Norðurmýrinni. Samningurinn þar rennur út eftir mánuð.Samskiptin sem um ræðir.Hún segist ekki telja að Íslendingar séu rasistar. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi eitthvað þessu líkt en henni hafi verið mjög brugðið.Óttast að lenda á götunniÁ Facebook í gær sá hún auglýsta íbúð til leigu sem hún taldi að gæti hentað henni og drengjunum. Hún setti sig í samband við leigusalann sem var kona og óskaði eftir að leigja íbúðina. Konan fór í framhaldinu að spyrja allskyns spurninga, meðal annars hverrar trúar hún væri. Þegar hún sagðist vera múslimi, sagðist konan ekki leigja múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa segist hafa reynt að útskýra fyrir konunni að hún væri ekki hryðjuverkamaður. Hún væri hér á landinu til að skapa sér og drengjunum sínum friðsamlega tilveru en allt hafi komið fyrir ekki. Hún segist hafa sofið lítið í nótt. Hún segist óttast að hún og drengirnir lendi á götunni ef þetta verður viðkvæðið. Ástandið hér geti orðið eins og í Evrópu.
Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira