Ráðherra mun flytja skýrslu um blandaðar bardagaíþróttir Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 11:33 Vegna vinsælda Gunnars Nelson finnst þingmanni Sjálfstæðisflokks nauðsynlegt að taka umræðu um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu. Alþingi samþykkti í dag beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytji Alþingi skýrslur um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi. Í greinargerð sem fylgir skýrslunni kemur fram að blandaðar bardagaíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi líkt og víðar. Því til stuðnings er vísað til þess að íþróttafélagið Mjölnir er með keppnislið 12 einstaklinga sem hafa það að markmiði að gera það að atvinnu að keppa í blönduðum bardagaíþróttum. „Einn þeirra er Gunnar Nelson sem keppir fyrir alþjóðlegu bardagasamtökin UFC. Bardagar hans hafa vakið mikla athygli og áhorf hér á landi og aukið áhuga ungs fólks á blönduðum bardagaíþróttum. Vegna þessa er mikilvægt að umræða eigi sér stað um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að frá því að lög voru sett um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð hefur jafnframt farið fram mat á áhrifum þeirra og reynslu af fyrirkomulaginu þar í landi. „Vegna þessa er nærtækt að líta til nágrannaþjóðar okkar til grundvallar nauðsynlegri umræðu hér á landi um þessi málefni. Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu. Því er löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna.“ Alþingi Tengdar fréttir Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytji Alþingi skýrslur um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi. Í greinargerð sem fylgir skýrslunni kemur fram að blandaðar bardagaíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi líkt og víðar. Því til stuðnings er vísað til þess að íþróttafélagið Mjölnir er með keppnislið 12 einstaklinga sem hafa það að markmiði að gera það að atvinnu að keppa í blönduðum bardagaíþróttum. „Einn þeirra er Gunnar Nelson sem keppir fyrir alþjóðlegu bardagasamtökin UFC. Bardagar hans hafa vakið mikla athygli og áhorf hér á landi og aukið áhuga ungs fólks á blönduðum bardagaíþróttum. Vegna þessa er mikilvægt að umræða eigi sér stað um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að frá því að lög voru sett um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð hefur jafnframt farið fram mat á áhrifum þeirra og reynslu af fyrirkomulaginu þar í landi. „Vegna þessa er nærtækt að líta til nágrannaþjóðar okkar til grundvallar nauðsynlegri umræðu hér á landi um þessi málefni. Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu. Því er löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna.“
Alþingi Tengdar fréttir Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira