Ráðherra mun flytja skýrslu um blandaðar bardagaíþróttir Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 11:33 Vegna vinsælda Gunnars Nelson finnst þingmanni Sjálfstæðisflokks nauðsynlegt að taka umræðu um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu. Alþingi samþykkti í dag beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytji Alþingi skýrslur um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi. Í greinargerð sem fylgir skýrslunni kemur fram að blandaðar bardagaíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi líkt og víðar. Því til stuðnings er vísað til þess að íþróttafélagið Mjölnir er með keppnislið 12 einstaklinga sem hafa það að markmiði að gera það að atvinnu að keppa í blönduðum bardagaíþróttum. „Einn þeirra er Gunnar Nelson sem keppir fyrir alþjóðlegu bardagasamtökin UFC. Bardagar hans hafa vakið mikla athygli og áhorf hér á landi og aukið áhuga ungs fólks á blönduðum bardagaíþróttum. Vegna þessa er mikilvægt að umræða eigi sér stað um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að frá því að lög voru sett um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð hefur jafnframt farið fram mat á áhrifum þeirra og reynslu af fyrirkomulaginu þar í landi. „Vegna þessa er nærtækt að líta til nágrannaþjóðar okkar til grundvallar nauðsynlegri umræðu hér á landi um þessi málefni. Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu. Því er löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna.“ Alþingi Tengdar fréttir Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytji Alþingi skýrslur um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi. Í greinargerð sem fylgir skýrslunni kemur fram að blandaðar bardagaíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi líkt og víðar. Því til stuðnings er vísað til þess að íþróttafélagið Mjölnir er með keppnislið 12 einstaklinga sem hafa það að markmiði að gera það að atvinnu að keppa í blönduðum bardagaíþróttum. „Einn þeirra er Gunnar Nelson sem keppir fyrir alþjóðlegu bardagasamtökin UFC. Bardagar hans hafa vakið mikla athygli og áhorf hér á landi og aukið áhuga ungs fólks á blönduðum bardagaíþróttum. Vegna þessa er mikilvægt að umræða eigi sér stað um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að frá því að lög voru sett um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð hefur jafnframt farið fram mat á áhrifum þeirra og reynslu af fyrirkomulaginu þar í landi. „Vegna þessa er nærtækt að líta til nágrannaþjóðar okkar til grundvallar nauðsynlegri umræðu hér á landi um þessi málefni. Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu. Því er löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna.“
Alþingi Tengdar fréttir Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira