Real Madrid tapaði sínum fimmta leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar Evrópumeistararnir sóttu Athletic Bilbao heim á San Mamés í Baskalandi í kvöld.
Aduriz skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu en þetta var 10. mark þessa 34 ára gamla framherja í deildinni í vetur.
Þetta var í annað sinn sem Real Madrid mistekst að skora í deildarleik á tímabilinu en Athletic Bilbao hefur nú haldið hreinu í fimm leikjum í röð.
Athletic Bilbao er komið upp í 8. sæti deildarinnar en liðið er einnig komið í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar þar sem það mætir Barcelona 30. maí.
Barcelona getur komist upp fyrir Real Madrid í toppsæti deildarinnar með sigri á Rayo Vallecano á morgun.
Vörn Bilbao hélt gegn Evrópumeisturunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
