Gunnar Heiðar: Krossalistinn minn kláraður Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2015 06:00 Gunnar Heiðar á eftir að styrkja Eyjaliðið mikið en landsliðsmaðurinn fyrrverandi kvaddi sem markakóngur. Fréttablaðið/AFP „Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí. „Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn. „Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“Engar áhyggjur Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“Verður hlegið á Þjóðhátíð Svo fór að Gunnar Heiðar fór til „sænska pabba síns“, eins og hann orðar það. Um er að ræða Svíann Jan Anderson sem fékk Gunnar til Halmstad 2004 og svo til Norrköping 2011. „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar.Getum unnið bikarinn Framherjinn öflugi, sem á að baki 24 leiki og 5 mörk fyrir íslenska A-landsliðið, fór frá Norrköping til Konyaspor í Tyrklandi 2013 en hlutirnir gengu ekki upp þar og fór hann aftur til Svíþjóðar til Häcken. Nú er hann spenntur fyrir því að koma heim. „Þó að þetta líti ekki vel út í deildinni hjá ÍBV þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þannig ÍBV gæti alveg unnið bikar í ár,“ segir Gunnar Heiðar jákvæður. Hann upplifir drauminn með því að snúa aftur, en Gunnar hefur náð að gera flest allt sem hann ætlaði sér á sínum ferli.Allt gekk upp „Þegar ég fór út fyrir ellefu árum langaði mig að vera í mörg ár í atvinnumennsku og koma svo heim með þá reynslu og miðla til félagsins og leikmannanna. Það gekk allt upp sem mig langaði að gera. Krossalistinn minn er kláraður,“ segir Gunnar Heiðar. Hann er þó ekki kominn heim til að slaka á, þvert á móti langar hann að lyfta bikar með Eyjaliðinu áður en hann hættir. „Það er bara eitt eftir og það er að vinna eitthvað með ÍBV. Ég lenti tvívegis í öðru sæti og komst tvisvar í undanúrslit bikarsins en nú er kominn tími á að vinna eitthvað. Ég hætti ekki fyrr en ég vinn eitthvað með ÍBV,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
„Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí. „Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn. „Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“Engar áhyggjur Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“Verður hlegið á Þjóðhátíð Svo fór að Gunnar Heiðar fór til „sænska pabba síns“, eins og hann orðar það. Um er að ræða Svíann Jan Anderson sem fékk Gunnar til Halmstad 2004 og svo til Norrköping 2011. „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar.Getum unnið bikarinn Framherjinn öflugi, sem á að baki 24 leiki og 5 mörk fyrir íslenska A-landsliðið, fór frá Norrköping til Konyaspor í Tyrklandi 2013 en hlutirnir gengu ekki upp þar og fór hann aftur til Svíþjóðar til Häcken. Nú er hann spenntur fyrir því að koma heim. „Þó að þetta líti ekki vel út í deildinni hjá ÍBV þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þannig ÍBV gæti alveg unnið bikar í ár,“ segir Gunnar Heiðar jákvæður. Hann upplifir drauminn með því að snúa aftur, en Gunnar hefur náð að gera flest allt sem hann ætlaði sér á sínum ferli.Allt gekk upp „Þegar ég fór út fyrir ellefu árum langaði mig að vera í mörg ár í atvinnumennsku og koma svo heim með þá reynslu og miðla til félagsins og leikmannanna. Það gekk allt upp sem mig langaði að gera. Krossalistinn minn er kláraður,“ segir Gunnar Heiðar. Hann er þó ekki kominn heim til að slaka á, þvert á móti langar hann að lyfta bikar með Eyjaliðinu áður en hann hættir. „Það er bara eitt eftir og það er að vinna eitthvað með ÍBV. Ég lenti tvívegis í öðru sæti og komst tvisvar í undanúrslit bikarsins en nú er kominn tími á að vinna eitthvað. Ég hætti ekki fyrr en ég vinn eitthvað með ÍBV,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki