Íslandi bregður fyrir í stiklu fyrir Sense8-þættina Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2015 13:58 Leikkonan Daryl Hannah fer með eitt aðalhlutverkanna í þáttunum Sense8 sem voru teknir upp hér á landi í fyrra. Vísir/Imdb/Youtube Hér er komin fyrsta stiklan fyrir þættina Sense8 sem voru meðal annars teknir upp á Íslandi í fyrra. Þættirnir eru úr smiðjum Wachowski-systkinana, sem eru hvað þekktust fyrir Matrix-þríleikinn, en það er streymisveitan Netflix sem mun sýna þá. Upptökurnar hér á landi voru umfangsmiklar en meðal annars var tekið upp á Akranesi, þar sem tökuliðið lagði undir sig fyrrverandi ellideild sjúkrahússins í bænum, Þingholtunum í Reykjavík, Þjóðarbókhlöðunni, húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu, Hótel Sögu og Nesjavöllum. Þá má einnig búast við því að kennileiti Reykavíkur á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verði í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með 8 manneskjum sem búa á mismunandi stöðum í heiminum, bandarísku borgunum San Francisco og Chicago, Mexíkoborg, Lundúnum, Berlín, Íslandi, Mumbaí, Naíróbí og Seúl. Þau tengjast andlega á yfirskilvitlegan hátt við dauða skynjanda sem tilheyrði öðru átta manna teymi. Samkvæmt þáttunum skapast nýtt átta manna mengi í hvert sinn sem einn úr öðru átta manna mengi lætur lífið. Í fyrstu vita manneskjurnar átta ekki hvað hefur komið fyrir þær en þeim verður fljótlega ljóst að þær eru að deila skynjun með öðrum. Ein þeir gæti verið að gæða sér á indverskum mat og önnur fundið bragðið um leið þó svo að hún sé í annarri heimsálfu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30 Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00 Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hér er komin fyrsta stiklan fyrir þættina Sense8 sem voru meðal annars teknir upp á Íslandi í fyrra. Þættirnir eru úr smiðjum Wachowski-systkinana, sem eru hvað þekktust fyrir Matrix-þríleikinn, en það er streymisveitan Netflix sem mun sýna þá. Upptökurnar hér á landi voru umfangsmiklar en meðal annars var tekið upp á Akranesi, þar sem tökuliðið lagði undir sig fyrrverandi ellideild sjúkrahússins í bænum, Þingholtunum í Reykjavík, Þjóðarbókhlöðunni, húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu, Hótel Sögu og Nesjavöllum. Þá má einnig búast við því að kennileiti Reykavíkur á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verði í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með 8 manneskjum sem búa á mismunandi stöðum í heiminum, bandarísku borgunum San Francisco og Chicago, Mexíkoborg, Lundúnum, Berlín, Íslandi, Mumbaí, Naíróbí og Seúl. Þau tengjast andlega á yfirskilvitlegan hátt við dauða skynjanda sem tilheyrði öðru átta manna teymi. Samkvæmt þáttunum skapast nýtt átta manna mengi í hvert sinn sem einn úr öðru átta manna mengi lætur lífið. Í fyrstu vita manneskjurnar átta ekki hvað hefur komið fyrir þær en þeim verður fljótlega ljóst að þær eru að deila skynjun með öðrum. Ein þeir gæti verið að gæða sér á indverskum mat og önnur fundið bragðið um leið þó svo að hún sé í annarri heimsálfu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30 Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00 Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30
Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00
Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03