Vönustu aðstoðarþjálfararnir í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 14:00 Marco van Basten og Ruud van Nistelrooy sitthvoru megin við aðalmanninn Danny Blind. vísir/getty Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. Hollendingar hafa oft áður nýtt sér þekkingu og innsýn færustu knattspyrnumanna þjóðarinnar áður en sjaldan hafa þeir státað af öðru eins tvíeyki á bekknum. Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy eru tveir af öflugustu markaskoruum Hollendinga í sögunni og eru báðir leikmenn sem voru taldir í hópi allra berstu framherja heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Ruud Van Nistelrooy og Danny Blind voru aðstoðarþjálfarar Guus Hiddink frá því að hann tók við liðinu af Louis van Gaal eftir HM 2014. Þegar Blind fékk stöðuhækkun þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Hiddink í lok júní þá vantaði annan aðstoðarþjálfara. Blind sannfærði Marco Van Basten í byrjun júlí um að hætta sem aðstoðarþjálfari AZ Alkmaar og hjálpa hollenska landsliðinu. Van Basten var aðalþjálfari hollenska liðsins frá 2004 til 2008 en hann var þegar búinn að stíga niður sem aðalþjálfari AZ Alkmaar. Báðir áttu þeir Van Nistelrooy og Van Basten frábæra fótboltaferla, Van Nistelrooy gerði það gott hjá bæði og Manchester United og Real Madrid en Van Basten var í lykilhlutverki í góðærinu hjá AC Milan og var aðalmaðurinn þegar Hollendingar urðu Evrópumeistarar 1988. Ruud van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland en Marco Van Basten skoraði 24 mörk í 58 landsleikjum. Svona til fróðleiks má minnast á það að Van Basten spilaði einmitt fyrsta landsleik sinn á móti Íslandi 7. september 1983 þegar Holland vann 3-0 sigur í leik þjóðanna í Groningen. Fyrsti leikur hans sem aðstoðarþjálfari verður því einnig á móti Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Sjá meira
Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. Hollendingar hafa oft áður nýtt sér þekkingu og innsýn færustu knattspyrnumanna þjóðarinnar áður en sjaldan hafa þeir státað af öðru eins tvíeyki á bekknum. Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy eru tveir af öflugustu markaskoruum Hollendinga í sögunni og eru báðir leikmenn sem voru taldir í hópi allra berstu framherja heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Ruud Van Nistelrooy og Danny Blind voru aðstoðarþjálfarar Guus Hiddink frá því að hann tók við liðinu af Louis van Gaal eftir HM 2014. Þegar Blind fékk stöðuhækkun þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Hiddink í lok júní þá vantaði annan aðstoðarþjálfara. Blind sannfærði Marco Van Basten í byrjun júlí um að hætta sem aðstoðarþjálfari AZ Alkmaar og hjálpa hollenska landsliðinu. Van Basten var aðalþjálfari hollenska liðsins frá 2004 til 2008 en hann var þegar búinn að stíga niður sem aðalþjálfari AZ Alkmaar. Báðir áttu þeir Van Nistelrooy og Van Basten frábæra fótboltaferla, Van Nistelrooy gerði það gott hjá bæði og Manchester United og Real Madrid en Van Basten var í lykilhlutverki í góðærinu hjá AC Milan og var aðalmaðurinn þegar Hollendingar urðu Evrópumeistarar 1988. Ruud van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland en Marco Van Basten skoraði 24 mörk í 58 landsleikjum. Svona til fróðleiks má minnast á það að Van Basten spilaði einmitt fyrsta landsleik sinn á móti Íslandi 7. september 1983 þegar Holland vann 3-0 sigur í leik þjóðanna í Groningen. Fyrsti leikur hans sem aðstoðarþjálfari verður því einnig á móti Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Sjá meira