Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Linda Blöndal skrifar 29. júní 2015 19:16 Þrjú hundruð störf verða flutt úr landi þegar lyfjaframleiðslu Actavis á Íslandi verður hætt eftir tvö ár. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í morgun. Forstjóri Allergan, móðurfélags fyrirtækisins, segir að framleiðslan hafi ekki verið nægilega hagkvæm. Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir fréttirnar koma illa við alla starfsmenn fyrirtækisins. Önnur starfsemi Actavis verður áfram hér á landi, svo sem lyfjaþróun, skráning og viðhald markaðsleyfa og alþjóðagæðasvið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við það starfi um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Framleiðir ekki nógLokunin er til hagræðingar þar sem aðrar verksmiðjur fyrirtækisins eru taldar geta tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu Allergan, móðurfélags Actavis, segir framleiðsluna hér á landi ekki nægilega mikla til að standast kröfur í dag. Stewart var staddur hér á landi til að tilkynna lokunina fyrir starfsfólki. Hann sagði framleiðsluna hér of dýra núorðið miðað við það magn sem er framleitt.Erfið ákvörðun„Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í framboðslínum okkar á heimsvísu. Það er mikið álag á okkur hvað varðar kostnað á sviði heilsuverndar og við erum að leita leiða til að hámarka framleiðslugetu okkar. Því tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka framleiðslustöð okkar og sameina framleiðsluna öðrum verksmiðjum annars staðar,” sagði Stewart í frétt Stöðvar tvö í kvöld. „Við munum halda áfram að stunda rannsóknir og þróun, skráningar- og eftirlitsstarfsemi og aðra stoðþjónustu hér á landi en því miður, hvað varðar framleiðslustöðina, var framleiðslugetan ekki næg til að vera samkeppnishæf í þessu umhverfi,“ segir Stewart.Um hagræðingaraðgerð er að ræða.Hann segir að starfsfólkinu verði boðin aðstoð við að finna sér aðra atvinnu með ráðgjöf og fleiru. Þeir sem starfi fram til loka 2017 verði umbunað. Hvað felst í því er þó enn mjög óljóst.Eins og þruma úr heiðskíru loftiHlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, sem starfar við lyfjaskráningu, heldur sjálf sínu starfi. Hún segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en engin teikn voru á lofti um að loka ætti lyfjaverksmiðjunni í dag. „Maður átti ekki von á því að mæta á mánudagsmorgni til vinnu og vera kallaður á fund. Ég sem trúnaðarmaður var kölluð á fund áður en öllum öðrum var tilkynnt þetta. Ég var svo meðal hinna þegar allir fengu tíðindin á stærri fundi klukkan tíu í morgun. Þetta var auðvitað mikið sjokk,” sagði Hlín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Lofað að ekki yrðu fleiri lokanirHlín segir lokunina hafa áhrif á alla, líka þá sem verða eftir hér á landi. „Það tekur þessu auðvitað enginn vel. Þetta er náttúrulega bara áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í heild,“ segir hún. Hún segir að lofað hefði verið á fundinum að fleiri einingum verði ekki lokað hér á landi. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag. Það var tekið sérstaklega fram í dag.” Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Þrjú hundruð störf verða flutt úr landi þegar lyfjaframleiðslu Actavis á Íslandi verður hætt eftir tvö ár. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í morgun. Forstjóri Allergan, móðurfélags fyrirtækisins, segir að framleiðslan hafi ekki verið nægilega hagkvæm. Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir fréttirnar koma illa við alla starfsmenn fyrirtækisins. Önnur starfsemi Actavis verður áfram hér á landi, svo sem lyfjaþróun, skráning og viðhald markaðsleyfa og alþjóðagæðasvið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við það starfi um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Framleiðir ekki nógLokunin er til hagræðingar þar sem aðrar verksmiðjur fyrirtækisins eru taldar geta tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu Allergan, móðurfélags Actavis, segir framleiðsluna hér á landi ekki nægilega mikla til að standast kröfur í dag. Stewart var staddur hér á landi til að tilkynna lokunina fyrir starfsfólki. Hann sagði framleiðsluna hér of dýra núorðið miðað við það magn sem er framleitt.Erfið ákvörðun„Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í framboðslínum okkar á heimsvísu. Það er mikið álag á okkur hvað varðar kostnað á sviði heilsuverndar og við erum að leita leiða til að hámarka framleiðslugetu okkar. Því tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka framleiðslustöð okkar og sameina framleiðsluna öðrum verksmiðjum annars staðar,” sagði Stewart í frétt Stöðvar tvö í kvöld. „Við munum halda áfram að stunda rannsóknir og þróun, skráningar- og eftirlitsstarfsemi og aðra stoðþjónustu hér á landi en því miður, hvað varðar framleiðslustöðina, var framleiðslugetan ekki næg til að vera samkeppnishæf í þessu umhverfi,“ segir Stewart.Um hagræðingaraðgerð er að ræða.Hann segir að starfsfólkinu verði boðin aðstoð við að finna sér aðra atvinnu með ráðgjöf og fleiru. Þeir sem starfi fram til loka 2017 verði umbunað. Hvað felst í því er þó enn mjög óljóst.Eins og þruma úr heiðskíru loftiHlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, sem starfar við lyfjaskráningu, heldur sjálf sínu starfi. Hún segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en engin teikn voru á lofti um að loka ætti lyfjaverksmiðjunni í dag. „Maður átti ekki von á því að mæta á mánudagsmorgni til vinnu og vera kallaður á fund. Ég sem trúnaðarmaður var kölluð á fund áður en öllum öðrum var tilkynnt þetta. Ég var svo meðal hinna þegar allir fengu tíðindin á stærri fundi klukkan tíu í morgun. Þetta var auðvitað mikið sjokk,” sagði Hlín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Lofað að ekki yrðu fleiri lokanirHlín segir lokunina hafa áhrif á alla, líka þá sem verða eftir hér á landi. „Það tekur þessu auðvitað enginn vel. Þetta er náttúrulega bara áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í heild,“ segir hún. Hún segir að lofað hefði verið á fundinum að fleiri einingum verði ekki lokað hér á landi. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag. Það var tekið sérstaklega fram í dag.”
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57
Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent