Fótbolti

Anderson spilaði í 36 mínútur og þurfti súrefni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brasilíumaðurinn Anderson entist ekki lengi í leik Internacional gegn bólivíska liðinu The Strongest í Meistaradeildinni í Suður-Ameríku í gær.

Anderson, sem er ekki í alveg besta leikforminu þessa dagana, byrjaði leikinn en entist aðeins í 36 mínútur og var þá tekinn af velli.

Það gerði hreinlega út af við Brassann að spila í La Paz, en borgin er 3.650 metra yfir sjávarmáli. Hann var algjörlega búin þegar hann kom af velli og bað um súrefniskút til að geta andað eðlilega.

Anderson yfirgaf Manchester United í janúar og gekk í raðir Internacional í heimalandinu, en þessi 26 ára gamli dauðþreytti Brasilíumaður var árið 2008 kjörinn efnilegasti leikmaðurinn í Evrópuboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×