Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2015 20:03 Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri þegar hann fékk tækifæri til að æfa og leika með knattspyrnuliði Manchester United. Hann heitir Axel Rúnar Guðmundsson, er liðlega fimmtugur kúabóndi, og býr á bænum Valdarási ásamt konu og tveim dætrum. Á yngri árum þótti hann svo efnilegur knattspyrnumaður að skoski sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, nýtti sér vináttu sína við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby til að fara út með hann til æfinga hjá Manchester United. Þar kom það báðum á óvart að hann skyldi fá að æfa með aðalliðinu og fá leik.Rúnar og séra Róbert Jack í ferðinni til Manchester sumarið 1986.„Það var ólýsanlegt að hlaupa inná völlinn með rauðklæddum leikmönnum United í treyju númer 9, - hjá Manchester United,” segir Rúnar, sem notar jafnan seinna nafnið. Og það sem meira var. Hann skoraði mark. Leikurinn var gegn Norwich á undirbúningstímabili fyrir deildakeppnina. Morgunblaðið sagði á sínum tíma frá þessu í heilsíðugrein og séra Róbert Jack fjallaði einnig um leikinn í 2. bindi sjálfsævisögu sinnar. Síðan hefur þetta fallið að mestu í gleymsku, þar til nú að Rúnar rifjar ævintýrið upp á Stöð 2.Rúnar varðveitir ljósmyndir og bréf sem tengjast æfingatímabilinu hjá Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann segir engan vafa á að þetta hafi verið alvöruleikur. Þetta hafi verið skráður æfingaleikur í leikskrá United fyrir leiktímabilið. Rúnar fékk einnig tækifæri til að æfa með Celtic í Skotlandi og Grenoble í Frakklandi og var boðinn hálfsárs reynslusamningur hjá United. Spurður hvort hann hafi átt raunhæfa möguleika á að verða atvinnumaður í fótbolta svarar Rúnar: „Ég er alveg handviss um það, ef ég hefði farið út á réttum tíma undir réttri leiðsögn.” Rúnar segir frá þessu mikla ævintýri og hversvegna búskapurinn varð ofaná hér í þættinum „Um land allt“ sem má sjá hér að neðan. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri þegar hann fékk tækifæri til að æfa og leika með knattspyrnuliði Manchester United. Hann heitir Axel Rúnar Guðmundsson, er liðlega fimmtugur kúabóndi, og býr á bænum Valdarási ásamt konu og tveim dætrum. Á yngri árum þótti hann svo efnilegur knattspyrnumaður að skoski sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, nýtti sér vináttu sína við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby til að fara út með hann til æfinga hjá Manchester United. Þar kom það báðum á óvart að hann skyldi fá að æfa með aðalliðinu og fá leik.Rúnar og séra Róbert Jack í ferðinni til Manchester sumarið 1986.„Það var ólýsanlegt að hlaupa inná völlinn með rauðklæddum leikmönnum United í treyju númer 9, - hjá Manchester United,” segir Rúnar, sem notar jafnan seinna nafnið. Og það sem meira var. Hann skoraði mark. Leikurinn var gegn Norwich á undirbúningstímabili fyrir deildakeppnina. Morgunblaðið sagði á sínum tíma frá þessu í heilsíðugrein og séra Róbert Jack fjallaði einnig um leikinn í 2. bindi sjálfsævisögu sinnar. Síðan hefur þetta fallið að mestu í gleymsku, þar til nú að Rúnar rifjar ævintýrið upp á Stöð 2.Rúnar varðveitir ljósmyndir og bréf sem tengjast æfingatímabilinu hjá Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann segir engan vafa á að þetta hafi verið alvöruleikur. Þetta hafi verið skráður æfingaleikur í leikskrá United fyrir leiktímabilið. Rúnar fékk einnig tækifæri til að æfa með Celtic í Skotlandi og Grenoble í Frakklandi og var boðinn hálfsárs reynslusamningur hjá United. Spurður hvort hann hafi átt raunhæfa möguleika á að verða atvinnumaður í fótbolta svarar Rúnar: „Ég er alveg handviss um það, ef ég hefði farið út á réttum tíma undir réttri leiðsögn.” Rúnar segir frá þessu mikla ævintýri og hversvegna búskapurinn varð ofaná hér í þættinum „Um land allt“ sem má sjá hér að neðan.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15