Erlent

Íranska þingið hefur samþykkt kjarnorkusamninginn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samkomulagið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 59.
Samkomulagið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 59. Vísir/AFP
Íranska þingið hefur samþykkt kjarnorkusamkomulag sem fulltrúar stjórnvalda gerðu við Bandaríkin, Breta, Frakka, Kína, Rússa og Þjóðverja, eftir 20 mánaða samningalotu.

Samkomulagið var samþykkt með miklum meirihluta, eða 161 atkvæði gegn 59. Þrettán sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, samkvæmt írönsku 
IRNA  fréttaveitunni.

Þingið vill þó aðeins veita eftirlitsmönnum takmarkaðan aðgang að herstöðvum landsins.

Samkomulagið, sem náðist í júlí síðastliðnum felur í sér að umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn landinu verði aflétt gegn því að kjarnorkuáætlun Íran verði hætt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×