„Geri mér ekki endilega vonir um að það linni öllum árásum í þessu máli“ birgir olgeirsson skrifar 13. október 2015 10:02 „Ég er með hreina samvisku í þessu máli,“ sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður út í Orku Energy málið. Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Heimir Karlsson spurði Illuga hvort honum þætti þetta ekki sjálfum fremur skrýtið. Illugi svaraði því að margt hefði misfarist í umræðunni um þetta mál. „Mér hefur verið borið það á brigsl að ég væri ekki að borga leigu. Það hefur komið alveg skýrt fram í ársreikningum þess fyrirtækis sem heldur utan um íbúðina að ég borgaði þarna leigu,“ sagði Illugi.Engin skuldbinding í húsaleigu Hann sagði einnig ýmsa hafa spurt hvort hann hefði ekki átt að tilkynna til þingsins að einhver hagsmunatengsl gætu verið við Hauk hjá Orku Energy vegna þessara viðskipta. „Þá er því til að svara að til dæmis Greco nefndin, sem vinnur á vegum Evrópuráðsins, sem leggur fram hugmyndir sem lengst þykja ganga um það hversu miklar upplýsingar stjórnmálamenn og ættingjar þeirra eiga að gefa. Þá kemur alveg skýrt fram hjá þeim að þeir telja að það eigi að undanþykja allar upplýsingar um lán vegna húsnæðis stjórnmálamanna, þess þá heldur húsaleigu. Það er engin skuldbinding sem felst í því að vera með húsaleigu, menn geta þá bara bakkað út úr því ef þeir vilja,“ sagði Illugi. Mikið hefur verið rætt um ferð Illuga til Kína fyrr í ár þar sem fulltrúar Orku Energy voru hluti sendinefndar ráðuneytis Illuga. Illugi hefur svarað því að kínverskir ráðamenn hafi mætti til Íslands í vinnuheimsóknir á undanförnum misserum og árum. Þegar yfirvöld í Kína báðu um að þessar heimsóknir yrðu endurgoldnar þá var mynduð sendinefnd innan ráðuneytisins sem var skipuð ráðherranum sjálfum, embættismönnum úr ráðuneytinu, þremur rektorum, forstöðumanni Rannís. Fulltrúar Orku hefðu verið í Peking á sama tíma ásamt fulltrúa Marel. Illugi sagði að það hefði ekkert verið óeðlilegt við aðkomu hans að fundum Orku Energy í Kína og það hefði verið óeðlilegt hefði hann ekki verið viðstaddur.„Make the bastards deny it“ Heimir Karlsson spurði Illuga hvort hann gæti ekki sjálfum sér um kennt hvernig umræðan um málið væri orðin, með því að hafa ekki svarað spurningum fjölmiðla í svo langan tíma. Illugi spurði á móti hvort stjórnmálamaður eigi að svara spurningu um sín persónulegu fjármál sem sé röng. Nefndi hann í því samhengi frasa sem jafnan er kenndur við Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og er eftirfarandi: „Make the bastards deny it.“Átti ekki von á sömu spurningu frá RÚV „Á stjórnmálamaður að svara spurningunni, af því það sem gerist þá er það að það er það er hægt að bera á menn endalausar sakir. Láta þá svara því opinberlega. Ef þeir svara ekki þá er sagt þögnin er sama og sekt. Og það er vel hægt að hugsa sér ýmsar spurningar sem er hægt að láta dynja á stjórnmálamönnum, og fjölmiðlamönnum til baka, sem eru þess eðlis að þær geta verið rangar og menn eiga svör við því, enn menn segja ég vil ekki svara svona spurningum því það er ekkert á bak við þær. Mitt mat var það á bak við þessa spurningu, af því ég vissi nákvæmlega hvernig í pottinn var búið, spurningin kemur upphaflega frá einum blaðamanna sem reyndar tekur fram að það sé ónafngreindur heimildarmaður að baki þessarar spurningu. Ég get alveg sagt að ég átti ekki von á því að fá síðan sömu spurninguna frá Ríkisútvarpinu svo dæmi séu tekin. Mér finnst það hrósvert hjá þeim að þeir í það minnsta báðust afsökunar á þeim fréttaflutningi.“Telur ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað Illugi sagðist hafa neyðst til að birta launaseðilinn frá Orku Energy og að hann hefði verið hugsi yfir því máli. Hann sagði að með því hafi hann verið að gefa það fordæmi að stjórnmálamenn veiti meiri upplýsingar um persónuleg fjármál en kveðið er á um í lögum. Hann sagði það skipta máli í þessu máli hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Menn þurfi að geta bent á að hann hafi í sínum athöfnum sem ráðherra gert eitthvað óeðlilegt og er það mat Illuga að svo hafi ekki verið. Illugi sagðist vera með hreint borð í þessum máli en spurður hvort hann teldi að málinu væri lokið svaraði hann: „Ég kannski geri mér ekki endilega vonir um að það linni öllum árásum í þessu máli. Pólitíkin er bara eins og pólitíkin er.“ Tengdar fréttir Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Illugi á landsleiknum: Fór snemma af læsismálþingi á Akureyri Menntamálaráðherra hélt fyrirlestur en tók ekki þátt í umræðum. 10. október 2015 15:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
„Ég er með hreina samvisku í þessu máli,“ sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður út í Orku Energy málið. Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Heimir Karlsson spurði Illuga hvort honum þætti þetta ekki sjálfum fremur skrýtið. Illugi svaraði því að margt hefði misfarist í umræðunni um þetta mál. „Mér hefur verið borið það á brigsl að ég væri ekki að borga leigu. Það hefur komið alveg skýrt fram í ársreikningum þess fyrirtækis sem heldur utan um íbúðina að ég borgaði þarna leigu,“ sagði Illugi.Engin skuldbinding í húsaleigu Hann sagði einnig ýmsa hafa spurt hvort hann hefði ekki átt að tilkynna til þingsins að einhver hagsmunatengsl gætu verið við Hauk hjá Orku Energy vegna þessara viðskipta. „Þá er því til að svara að til dæmis Greco nefndin, sem vinnur á vegum Evrópuráðsins, sem leggur fram hugmyndir sem lengst þykja ganga um það hversu miklar upplýsingar stjórnmálamenn og ættingjar þeirra eiga að gefa. Þá kemur alveg skýrt fram hjá þeim að þeir telja að það eigi að undanþykja allar upplýsingar um lán vegna húsnæðis stjórnmálamanna, þess þá heldur húsaleigu. Það er engin skuldbinding sem felst í því að vera með húsaleigu, menn geta þá bara bakkað út úr því ef þeir vilja,“ sagði Illugi. Mikið hefur verið rætt um ferð Illuga til Kína fyrr í ár þar sem fulltrúar Orku Energy voru hluti sendinefndar ráðuneytis Illuga. Illugi hefur svarað því að kínverskir ráðamenn hafi mætti til Íslands í vinnuheimsóknir á undanförnum misserum og árum. Þegar yfirvöld í Kína báðu um að þessar heimsóknir yrðu endurgoldnar þá var mynduð sendinefnd innan ráðuneytisins sem var skipuð ráðherranum sjálfum, embættismönnum úr ráðuneytinu, þremur rektorum, forstöðumanni Rannís. Fulltrúar Orku hefðu verið í Peking á sama tíma ásamt fulltrúa Marel. Illugi sagði að það hefði ekkert verið óeðlilegt við aðkomu hans að fundum Orku Energy í Kína og það hefði verið óeðlilegt hefði hann ekki verið viðstaddur.„Make the bastards deny it“ Heimir Karlsson spurði Illuga hvort hann gæti ekki sjálfum sér um kennt hvernig umræðan um málið væri orðin, með því að hafa ekki svarað spurningum fjölmiðla í svo langan tíma. Illugi spurði á móti hvort stjórnmálamaður eigi að svara spurningu um sín persónulegu fjármál sem sé röng. Nefndi hann í því samhengi frasa sem jafnan er kenndur við Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og er eftirfarandi: „Make the bastards deny it.“Átti ekki von á sömu spurningu frá RÚV „Á stjórnmálamaður að svara spurningunni, af því það sem gerist þá er það að það er það er hægt að bera á menn endalausar sakir. Láta þá svara því opinberlega. Ef þeir svara ekki þá er sagt þögnin er sama og sekt. Og það er vel hægt að hugsa sér ýmsar spurningar sem er hægt að láta dynja á stjórnmálamönnum, og fjölmiðlamönnum til baka, sem eru þess eðlis að þær geta verið rangar og menn eiga svör við því, enn menn segja ég vil ekki svara svona spurningum því það er ekkert á bak við þær. Mitt mat var það á bak við þessa spurningu, af því ég vissi nákvæmlega hvernig í pottinn var búið, spurningin kemur upphaflega frá einum blaðamanna sem reyndar tekur fram að það sé ónafngreindur heimildarmaður að baki þessarar spurningu. Ég get alveg sagt að ég átti ekki von á því að fá síðan sömu spurninguna frá Ríkisútvarpinu svo dæmi séu tekin. Mér finnst það hrósvert hjá þeim að þeir í það minnsta báðust afsökunar á þeim fréttaflutningi.“Telur ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað Illugi sagðist hafa neyðst til að birta launaseðilinn frá Orku Energy og að hann hefði verið hugsi yfir því máli. Hann sagði að með því hafi hann verið að gefa það fordæmi að stjórnmálamenn veiti meiri upplýsingar um persónuleg fjármál en kveðið er á um í lögum. Hann sagði það skipta máli í þessu máli hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Menn þurfi að geta bent á að hann hafi í sínum athöfnum sem ráðherra gert eitthvað óeðlilegt og er það mat Illuga að svo hafi ekki verið. Illugi sagðist vera með hreint borð í þessum máli en spurður hvort hann teldi að málinu væri lokið svaraði hann: „Ég kannski geri mér ekki endilega vonir um að það linni öllum árásum í þessu máli. Pólitíkin er bara eins og pólitíkin er.“
Tengdar fréttir Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Illugi á landsleiknum: Fór snemma af læsismálþingi á Akureyri Menntamálaráðherra hélt fyrirlestur en tók ekki þátt í umræðum. 10. október 2015 15:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50
Illugi á landsleiknum: Fór snemma af læsismálþingi á Akureyri Menntamálaráðherra hélt fyrirlestur en tók ekki þátt í umræðum. 10. október 2015 15:59