Ólafur Ragnar ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram aftur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2015 12:45 Ólafur Ragnar segist finna fyrir miklum stuðningi við sig meðal þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm „Ég er kannski ekki búinn að ákveða mig,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson aðspurður að því hvort hann væri búinn að ákveða sig hvort að hann byði sig fram á nýjan leik til embættis Forseta Íslands. Hann segist þó finna fyrir því að margir vilji að hann bjóði sig fram aftur. Ólafur Ragnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á þann hluta viðtalsins þar sem Ólafur Ragnar ræðir framtíð sína í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar fara fram á næsta ári og mikið hefur verið ritað og rætt um hvort að Ólafur Ragnar muni bjóða sig fram á nýjan leik. Ólafur Ragnar sagði að ákvörðunin yrði fyrst rædd innan fjölskyldunnar en hann finni þó fyrir góðum stuðningi á meðal þjóðarinnar. „Við ræðum þetta, við Dorrit og fjölskyldan. Þetta er ekki bara spurning um mig, þetta er spurning um hana og dætur mína,“ sagði Ólafur Ragnar. „Allir þeir sem vilja að ég haldi áfram, sem eru greinilega margir og víða, ég fann það bara á landsleiknum í gær, þegar ég mæti í skóla og annarstaðar er alltaf að koma fólk að mér og segja að ég eigi að halda áfram, það sýnir mér að þetta er í hugum margra.“Tilkynnir um áform sín í nýársávarpi sínu Athygli vakti við þingsetningu þegar Ólafur Ragnar sagðist vera að setja Alþingi í síðasta sinn og túlkuðu margir það sem svo að hann væri þar með að tilkynna um að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta á nýjan leik. Ólafur Ragnar segir svo ekki hafa verið og að nýársávarpið sé hefðbundnari leið til þess að tilkynna um áform sín. „Þegar ég setti Alþingi var ég að ræða við Alþingi, ekki þjóðina. Ég hef ekki umboð til þess að setja Alþingi á nýjan leik. Forsetaembættið hefur ákveðnar hefðir og nýársávarpið er fastur punktur í samskiptum þjóðar og forseta. Þjóðin er að velta þessu fyrir sér og ég er ekkert að trufla þá umræðu þó ég bíði með það þangað til í nýársávarpinu að tilkynna mína afstöðu.“„Aldrei talið mig ómissandi“ Ólafur Ragnar sagði jafnframt að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik fyrir síðustu kosningar vegna þess að á þeim tímapunkti hefði þjóðin verið að glíma við mörg erfið verkefni á sama tíma og nefndi hann í því skyni setningu nýrrar stjórnarskrár, efnahagsmál, Icesave-deilurnar og mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Taldi hann að nú væru rólegri tímar í íslensku samfélagi. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að verða við óskum um að bjóða mig fram á nýjan leik síðast var að þá var þjóðin að heyja margar örlagaglímur á mörgum sviðum. Þessum glímum er að mörgu leyti lokið. Ég hef aldrei talið mig ómissandi og ef ég tek þá ákvörðun um að hætta vona ég að því verði sýndur fullur skilningur.“ Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi í morgun. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Forsetinn setur stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar Ef menn lúta ekki vilja forsetans í stjórnarskrármálinu bendir ýmislegt til þess að hann fari fram aftur. Þetta mega hæglega heita kúgunartilburðir. 9. september 2015 14:17 Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ég er kannski ekki búinn að ákveða mig,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson aðspurður að því hvort hann væri búinn að ákveða sig hvort að hann byði sig fram á nýjan leik til embættis Forseta Íslands. Hann segist þó finna fyrir því að margir vilji að hann bjóði sig fram aftur. Ólafur Ragnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á þann hluta viðtalsins þar sem Ólafur Ragnar ræðir framtíð sína í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar fara fram á næsta ári og mikið hefur verið ritað og rætt um hvort að Ólafur Ragnar muni bjóða sig fram á nýjan leik. Ólafur Ragnar sagði að ákvörðunin yrði fyrst rædd innan fjölskyldunnar en hann finni þó fyrir góðum stuðningi á meðal þjóðarinnar. „Við ræðum þetta, við Dorrit og fjölskyldan. Þetta er ekki bara spurning um mig, þetta er spurning um hana og dætur mína,“ sagði Ólafur Ragnar. „Allir þeir sem vilja að ég haldi áfram, sem eru greinilega margir og víða, ég fann það bara á landsleiknum í gær, þegar ég mæti í skóla og annarstaðar er alltaf að koma fólk að mér og segja að ég eigi að halda áfram, það sýnir mér að þetta er í hugum margra.“Tilkynnir um áform sín í nýársávarpi sínu Athygli vakti við þingsetningu þegar Ólafur Ragnar sagðist vera að setja Alþingi í síðasta sinn og túlkuðu margir það sem svo að hann væri þar með að tilkynna um að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta á nýjan leik. Ólafur Ragnar segir svo ekki hafa verið og að nýársávarpið sé hefðbundnari leið til þess að tilkynna um áform sín. „Þegar ég setti Alþingi var ég að ræða við Alþingi, ekki þjóðina. Ég hef ekki umboð til þess að setja Alþingi á nýjan leik. Forsetaembættið hefur ákveðnar hefðir og nýársávarpið er fastur punktur í samskiptum þjóðar og forseta. Þjóðin er að velta þessu fyrir sér og ég er ekkert að trufla þá umræðu þó ég bíði með það þangað til í nýársávarpinu að tilkynna mína afstöðu.“„Aldrei talið mig ómissandi“ Ólafur Ragnar sagði jafnframt að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik fyrir síðustu kosningar vegna þess að á þeim tímapunkti hefði þjóðin verið að glíma við mörg erfið verkefni á sama tíma og nefndi hann í því skyni setningu nýrrar stjórnarskrár, efnahagsmál, Icesave-deilurnar og mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Taldi hann að nú væru rólegri tímar í íslensku samfélagi. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að verða við óskum um að bjóða mig fram á nýjan leik síðast var að þá var þjóðin að heyja margar örlagaglímur á mörgum sviðum. Þessum glímum er að mörgu leyti lokið. Ég hef aldrei talið mig ómissandi og ef ég tek þá ákvörðun um að hætta vona ég að því verði sýndur fullur skilningur.“ Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi í morgun.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Forsetinn setur stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar Ef menn lúta ekki vilja forsetans í stjórnarskrármálinu bendir ýmislegt til þess að hann fari fram aftur. Þetta mega hæglega heita kúgunartilburðir. 9. september 2015 14:17 Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15
Forsetinn setur stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar Ef menn lúta ekki vilja forsetans í stjórnarskrármálinu bendir ýmislegt til þess að hann fari fram aftur. Þetta mega hæglega heita kúgunartilburðir. 9. september 2015 14:17
Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37
Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49