Innlent

Óljós yfirlýsing forseta

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Vísir/vilhelm
„Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarávarpi sínu til þingsins. Hann setti 145. löggjafarþingið fyrr í dag. Færði hann þinginu einlægar þakkir fyrir farsæla samveru.

Í fyrstu var talið að með þessu væri Ólafur að segja að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar á næsta ári. Hins vegar er ljóst að hann gæti sóst eftir umboði þjóðarinnar á nýjan leik.

Í ávarpi sínu sagði Ólafur að ekki ætti að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða næstu forsetakosningum á næsta ári. Hann sagði eðlilegt að Íslendingar fengju að vega og meta nýja stjórnarskrá ótrufluð af forsetakosningum.

Þá ætti ekki að endurskipuleggja vald forseta um leið og nýr forseti væri kosinn. Tryggja ætti að þjóðin viti hver staða forseta sé, þegar hún gengur að kjörborðinu. „Annars gætu kosningar orðið efni í óvissuferð.“

Þar að auki væru Íslendingar ekki það fátækir að það væri ekki hægt að halda tvennar kosningar.

Ræðu forsetans má horfa á hér að neðan.

Þessi frétt var síðast uppfærð kl. 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×