Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 10:15 Björk Guðmundsdóttir og gríman góða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins biðjist afsökunar á orðum sínum um Björk þegar Jón sagði hana vera frekar daufa til augnanna á bak við grímuna. Vísir/GVA „Svona gerir maður ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar sem hún lét falla í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky þar sem hún kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að vilja útmá hálendið í stað þess að vernda það.Sjá einnig: Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubbaJón GunnarssonVísirJón Gunnarsson segist botna lítið í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifar Jón sem er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Lýkur hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“ Dagur B. kallar þessi skrif Jóns lágkúru og segir Jón eiga að biðjast afsökunar á þessum ummælum og draga þau til baka að eða sitja uppi með ævarandi skömm. „Björk er ekki aðeins sá íslenski listamaður sem hefur náð lengst á alþjóðavettvangi og sá Íslendingur sem vakið hefur mesta og jákvæðasta athygli á land og þjóð. Hún er líka skýr og afdráttarlaus málsvari íslenskrar náttúru og umhverfismála. Að hún þurfi að fá yfir sig skít og skot vegna þessa - og það af hinu "háa Alþingi" segir mikið um hvernig fyrir löggjafasamkomu okkar er komið. Er tilgangurinn að reyna að hræða fólk frá því að taka málstað umhverfisins,“ spyr Dagur.Hvað er hægt að segja um svona lágkúru? "Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna." Þetta eru (í alvörunni) orð...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, December 14, 2015 Alþingi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
„Svona gerir maður ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar sem hún lét falla í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky þar sem hún kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að vilja útmá hálendið í stað þess að vernda það.Sjá einnig: Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubbaJón GunnarssonVísirJón Gunnarsson segist botna lítið í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifar Jón sem er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Lýkur hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“ Dagur B. kallar þessi skrif Jóns lágkúru og segir Jón eiga að biðjast afsökunar á þessum ummælum og draga þau til baka að eða sitja uppi með ævarandi skömm. „Björk er ekki aðeins sá íslenski listamaður sem hefur náð lengst á alþjóðavettvangi og sá Íslendingur sem vakið hefur mesta og jákvæðasta athygli á land og þjóð. Hún er líka skýr og afdráttarlaus málsvari íslenskrar náttúru og umhverfismála. Að hún þurfi að fá yfir sig skít og skot vegna þessa - og það af hinu "háa Alþingi" segir mikið um hvernig fyrir löggjafasamkomu okkar er komið. Er tilgangurinn að reyna að hræða fólk frá því að taka málstað umhverfisins,“ spyr Dagur.Hvað er hægt að segja um svona lágkúru? "Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna." Þetta eru (í alvörunni) orð...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, December 14, 2015
Alþingi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira