Lífið

Samtökin '78 efna til nýyrðasamkeppni í hinsegin orðaforðanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjöldi fólks tekur þátt í Gleðigöngunni árlega til stuðnings réttindabaráttu hinsegin fólks.
Fjöldi fólks tekur þátt í Gleðigöngunni árlega til stuðnings réttindabaráttu hinsegin fólks. Vísir/Vilhelm
Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að það sé mikilvægt að allir geti  talað um hinsegin reynslu og hinsegin líf á móðurmálinu. Samtökin ’78 efna því til nýyrðasamkeppni, sem fengið hefur heitið Hýryrði 2015.

Þau orð sem  þarfnast íslensks nýyrðis erueftirfarandi:

Kyntjáning:

 • Androgynous
 • Butch
 • Femme
 Kynvitund:

 • Agender
 • Androgyne
 • Bigender
 • Gender fluid
 • Non-binary
 • Pangender
 Kynhneigð: 

 • Asexual
 • Aromantic
Ókyngreind frændsemisorð:

 • Frænka/frændi
 • Kærasti/kærasta
 • Mamma/pabbi
 • Sonur/dóttir
 • Vinkona/vinur
Dómnefnd skipuð hinsegin fólki, sérfræðingum í íslensku máli og kynjafræði mun velja bestu orðin, en viðurkenningar verða veittar á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember.

Dómnefnd skipar fjölbreyttur hópur fólks, en þau eru; Ágústa Þorbergsdótti, Gyða Margrét Pétursdóttir, Guðmunda Smári Veigarsdóttir, Setta María, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttirog Örn Danival Kristjánsson.

Allar nánari upplýsingar um orðin og skilgreiningar á þeim er að finna á heimasíðu keppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.