Slegist um Eyrarrósina 19. mars 2015 11:30 Eyrarrósin verður afhent í tíunda skipti þann 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Þau menningarverkefni sem berjast um verðlaunin í ár eru Listasafn Árnesinga, Frystiklefinn Rifi og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Það verkefni sem ber sigur úr býtum mun hljóta 1.650.000 króna í verðlaun. Undanfarin tíu ár hafa verkefni á borð við Aldrei fór ég suður, Bræðsluna og Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlotið Eyrarrósina og þykir rósin stýra góðri lukku. Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn, en hún er jafnframt verndari samtakanna.1. Listasafn Árnesinga „Ég samgleðst fyrir hönd allra safna þegar ég tek á móti tilnefningunni,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári á listasafninu. Útgangspunktur sýningarhaldsins er að efla áhuga og skilning á sjónlistum og sinna fræðslu. „Að safninu standa öll sveitarfélög Árnessýslu, svo hér er unnið metnaðarfullt starf,“ segir Inga og bætir við: „Það er auðvitað alltaf gaman að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.“2. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði „Tilnefningin hefur ofboðslega hvetjandi áhrif. Hér höfum við unnið allt starf í sjálfboðavinnu svo þetta er reglulega gott klapp á bakið,“ útskýrir Rósa Valtingojer, stjórnandi miðstöðvarinnar. Sköpunarmiðstöðin hefur sjálfbærni og nýtingu samlegðaráhrifa skapandi einstaklinga og verkstæða að leiðarljósi í sínu starfi. „Samfélagið allt hefur hjálpast að við uppbygginguna og starfsemina sem hér fer fram,“ segir Rósa alsæl með tilnefninguna.3. Frystiklefinn Rifi „Fólk hefur gríðarlegan áhuga á að koma til okkar hingað á Snæfellsnes. Mikil gróska er í menningarlífinu hér, og yfir fimmtíu sýningar í gangi síðastliðið ár,“ segir Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann. Frystiklefinn gegnir hlutverki menningarmiðstöðvar og er listamannasetur þar sem uppákomur af ýmsum toga skjóta upp kollinum. „Ég er hrærður og þakklátur, tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér,“ bætir Kári við. Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Eyrarrósin verður afhent í tíunda skipti þann 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Þau menningarverkefni sem berjast um verðlaunin í ár eru Listasafn Árnesinga, Frystiklefinn Rifi og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Það verkefni sem ber sigur úr býtum mun hljóta 1.650.000 króna í verðlaun. Undanfarin tíu ár hafa verkefni á borð við Aldrei fór ég suður, Bræðsluna og Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlotið Eyrarrósina og þykir rósin stýra góðri lukku. Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn, en hún er jafnframt verndari samtakanna.1. Listasafn Árnesinga „Ég samgleðst fyrir hönd allra safna þegar ég tek á móti tilnefningunni,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári á listasafninu. Útgangspunktur sýningarhaldsins er að efla áhuga og skilning á sjónlistum og sinna fræðslu. „Að safninu standa öll sveitarfélög Árnessýslu, svo hér er unnið metnaðarfullt starf,“ segir Inga og bætir við: „Það er auðvitað alltaf gaman að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.“2. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði „Tilnefningin hefur ofboðslega hvetjandi áhrif. Hér höfum við unnið allt starf í sjálfboðavinnu svo þetta er reglulega gott klapp á bakið,“ útskýrir Rósa Valtingojer, stjórnandi miðstöðvarinnar. Sköpunarmiðstöðin hefur sjálfbærni og nýtingu samlegðaráhrifa skapandi einstaklinga og verkstæða að leiðarljósi í sínu starfi. „Samfélagið allt hefur hjálpast að við uppbygginguna og starfsemina sem hér fer fram,“ segir Rósa alsæl með tilnefninguna.3. Frystiklefinn Rifi „Fólk hefur gríðarlegan áhuga á að koma til okkar hingað á Snæfellsnes. Mikil gróska er í menningarlífinu hér, og yfir fimmtíu sýningar í gangi síðastliðið ár,“ segir Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann. Frystiklefinn gegnir hlutverki menningarmiðstöðvar og er listamannasetur þar sem uppákomur af ýmsum toga skjóta upp kollinum. „Ég er hrærður og þakklátur, tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér,“ bætir Kári við.
Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög