Segir unga foreldra vera egóista Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. október 2015 12:00 Ungir foreldrar gefast of fljótt upp ef lífið er ekki fullkomið, að sögn dansks fjölskylduráðgjafa. NORDICPHOTOS/GETTY Skilnuðum fjölgar vegna þess að margir ungir foreldrar gefast upp ef lífið er ekki fullkomið. Foreldrar eru egóistar. Þessu slær danski fjölskylduráðgjafinn Lola Jensen föstu í nýrri bók um skilnaði. Greint er frá bókinni á vef Kristilega Dagblaðsins í Danmörku. Fjölskylduráðgjafinn segir að pör eigi að draga andann djúpt og leita sér hjálpar áður en allt fer á versta veg. Gjarnan til að koma í veg fyrir skilnað en að minnsta kosti til að skilnaðurinn verði ekki fjandsamlegur. Það er mat Jensen að hafi fólk kosið að vera saman og eignast börn beri því að sjá til þess að hlutirnir gangi upp. Hún segir yngri kynslóðina vilja skilja fljótt. Hún berjist ekki lengi fyrir því að halda hjónabandinu gangandi. Lífið megi ekki vera sársaukafullt og leiðinlegt. Ástarblossinn megi ekki dofna. Dekrað hafi verið við marga foreldra ungra barna þegar þeir voru sjálfir börn. Þegar unga kynslóðin eignast börn sé það í fyrsta sinn sem gerðar eru kröfur til hennar. Þegar á móti blási séu foreldrarnar fljótir að reiðast og skilji við maka sinn. Fjölskylduráðgjafinn segir lífið of stutt til þess að skilja vegna deilna um til dæmis uppvaskið og hvar geyma eigi þvottalöginn. Hún nefnir sem dæmi að sjálf vilji hún hafa uppþvottalöginn í skáp en maðurinn hennar vilji hafa hann við hliðina á vaskinum þar sem lögurinn sé svo oft notaður. „Við erum ólík en þetta er ekki ástæða til skilnaðar.“ Smáatriði mega ekki verða að hörðum deilum, tekur Jensen fram.Valgerður HalldórsdóttirValgerður Halldórsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Stjúptengslum, segist ekki taka jafn djúpt í árinni og danski fjölskylduráðgjafinn sem segir unga foreldra egóista. Valgerður segir þó ungu kynslóðina stundum vanta úthald og seiglu til að takast á við mótlæti. „En við megum ekki gleyma því að heimurinn er orðinn harðari. Húsnæðisvandi ungs fólks er mikill og svo vill fólk mennta sig. Ég held að lífið sé ekki alltaf auðvelt hjá þessu unga fólki sem er að skilja.“ Það er mat Valgerðar að unga foreldra vanti meiri stuðning og leiðsögn. „Ég tel að eldri kynslóðin og sú yngri þurfi að verja meiri tíma saman. Kannski þarf unga fólkið meiri stuðning frá foreldrum sínum heldur en bæði það og foreldrarnir gera sér grein fyrir. Þá er ég ekki bara að tala um pössun. Það er margt sem spilar þarna inn í.“ Meiri líkur eru á að ungt fólk skilji hafi foreldrar þess skilið, að því er Valgerður greinir frá. „En í sumum fjölskyldum er skilnaður ekki inni í myndinni sama hvað bjátar á. Fólk heldur þá saman þótt grundvöllurinn fyrir sambúð hafi ekki verið til staðar lengi.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Sjá meira
Skilnuðum fjölgar vegna þess að margir ungir foreldrar gefast upp ef lífið er ekki fullkomið. Foreldrar eru egóistar. Þessu slær danski fjölskylduráðgjafinn Lola Jensen föstu í nýrri bók um skilnaði. Greint er frá bókinni á vef Kristilega Dagblaðsins í Danmörku. Fjölskylduráðgjafinn segir að pör eigi að draga andann djúpt og leita sér hjálpar áður en allt fer á versta veg. Gjarnan til að koma í veg fyrir skilnað en að minnsta kosti til að skilnaðurinn verði ekki fjandsamlegur. Það er mat Jensen að hafi fólk kosið að vera saman og eignast börn beri því að sjá til þess að hlutirnir gangi upp. Hún segir yngri kynslóðina vilja skilja fljótt. Hún berjist ekki lengi fyrir því að halda hjónabandinu gangandi. Lífið megi ekki vera sársaukafullt og leiðinlegt. Ástarblossinn megi ekki dofna. Dekrað hafi verið við marga foreldra ungra barna þegar þeir voru sjálfir börn. Þegar unga kynslóðin eignast börn sé það í fyrsta sinn sem gerðar eru kröfur til hennar. Þegar á móti blási séu foreldrarnar fljótir að reiðast og skilji við maka sinn. Fjölskylduráðgjafinn segir lífið of stutt til þess að skilja vegna deilna um til dæmis uppvaskið og hvar geyma eigi þvottalöginn. Hún nefnir sem dæmi að sjálf vilji hún hafa uppþvottalöginn í skáp en maðurinn hennar vilji hafa hann við hliðina á vaskinum þar sem lögurinn sé svo oft notaður. „Við erum ólík en þetta er ekki ástæða til skilnaðar.“ Smáatriði mega ekki verða að hörðum deilum, tekur Jensen fram.Valgerður HalldórsdóttirValgerður Halldórsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Stjúptengslum, segist ekki taka jafn djúpt í árinni og danski fjölskylduráðgjafinn sem segir unga foreldra egóista. Valgerður segir þó ungu kynslóðina stundum vanta úthald og seiglu til að takast á við mótlæti. „En við megum ekki gleyma því að heimurinn er orðinn harðari. Húsnæðisvandi ungs fólks er mikill og svo vill fólk mennta sig. Ég held að lífið sé ekki alltaf auðvelt hjá þessu unga fólki sem er að skilja.“ Það er mat Valgerðar að unga foreldra vanti meiri stuðning og leiðsögn. „Ég tel að eldri kynslóðin og sú yngri þurfi að verja meiri tíma saman. Kannski þarf unga fólkið meiri stuðning frá foreldrum sínum heldur en bæði það og foreldrarnir gera sér grein fyrir. Þá er ég ekki bara að tala um pössun. Það er margt sem spilar þarna inn í.“ Meiri líkur eru á að ungt fólk skilji hafi foreldrar þess skilið, að því er Valgerður greinir frá. „En í sumum fjölskyldum er skilnaður ekki inni í myndinni sama hvað bjátar á. Fólk heldur þá saman þótt grundvöllurinn fyrir sambúð hafi ekki verið til staðar lengi.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Sjá meira