Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2015 14:49 ISIS hefur sett á laggirnar skóla í Sýrlandi og Írak. Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki hafa lengi verið talin vel sett fjárhagslega. Samtökin hafa hagnast vel á sölu olíu og fornminja og á lausnargjaldi vegna gísla. Þá stæra samtökin sig af því á samfélagsmiðlum að hafa byggt upp embættismannakerfi, lögreglu og stóran þjónustugeira. Skjöl sem nýverið litu dagsins ljós gefa þó áður óþekkta mynd af fjármálum ISIS og svo virðist sem að samtökin afli mestra tekna á því að beinlínis ræna það fólk sem býr á yfirráðasvæði þeirra. Skjölin, sem sjá má hér, eru frá héraðinu Deir Ezzor. Það hérað er í austurhluta Sýrland og má þar finna mikið af olíu. Íslamska ríkið hefur stjórnað því svæði frá því í júlí í fyrra. Skjölin ná yfir einn mánuð eða frá 23. desember 2014 til 22. janúar 2015.Helstu tekjurnar af upptöku Á yfirliti yfir tekjur ISIS í héraðinu má sjá að heildartekjur héraðsins á þeim tíma voru rúmlega 8,4 milljónir dala. Sem hlutfall af heildartekjum voru sala á olíu og gasi 27,7 prósent. Tekjur af sölu rafmagns voru 3,9 prósent, skattar 23,7 prósent og svokölluð „upptaka“, e. confiscations, samsvarar heilum 44,7 prósentum af heildartekjum samtakanna. Skjölin voru gerð opinber af Aymenn al-Tamimi, sem starfar fyrir UK Middle East Forum sem hefur verið að vinna við landamæri Sýrlands. Hann segir margar ástæður fyrir því að fé og eignir fólk sé gert upptækt. Þar megi nefna að heimili íbúa sem hafa flúið eru rænd, sektir fyrir brot á lögum ISIS og eða um sé að ræða smyglaðar vörur sem hafa verið gerðar upptækar eins og áfengi og sígarettur. Í samtali við Vice News segir Tamimi til dæmis að ef eigendur fyrirtækja missa af bænum þrisvar sinnum í röð, séu fyrirtæki þeirra gerð upptæk. Þá sé líti út fyrir að vígamenn samtakanna ræni fólk við landamæri héraðsins.Stór hluti útgjalda í hernað Sé litið yfir heildarútgjöld ISIS, rúmar 5,5 milljónir dala, fara 19,8 prósent í rekstur herstöðva og 43,6 prósent í laun vígamanna. Samtals fara 63,4 prósent af útgjöldum ISIS í héraðinu í hernað. Þá fara 2,8 prósent í fjölmiðla, 10,4 prósent í lögreglu, 17,7 prósent í þjónustu og 5,7 prósent í lið sem er titlaður sem neyðarhjálp. Tamimi segir þessi skjöl gefa í skyn að tekjur samtakanna af sölu olíu séu ekki nærri því sem áður hefur verið talið. Fjölmiðlar ytra sögðu frá því í fyrrasumar að samtökin högnuðust um allt að þrjár milljónir dala á dag af sölu olíu. Hagnaður af sölu fornminja er ekki innifalinn í umræddum skjölum. Mið-Austurlönd Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki hafa lengi verið talin vel sett fjárhagslega. Samtökin hafa hagnast vel á sölu olíu og fornminja og á lausnargjaldi vegna gísla. Þá stæra samtökin sig af því á samfélagsmiðlum að hafa byggt upp embættismannakerfi, lögreglu og stóran þjónustugeira. Skjöl sem nýverið litu dagsins ljós gefa þó áður óþekkta mynd af fjármálum ISIS og svo virðist sem að samtökin afli mestra tekna á því að beinlínis ræna það fólk sem býr á yfirráðasvæði þeirra. Skjölin, sem sjá má hér, eru frá héraðinu Deir Ezzor. Það hérað er í austurhluta Sýrland og má þar finna mikið af olíu. Íslamska ríkið hefur stjórnað því svæði frá því í júlí í fyrra. Skjölin ná yfir einn mánuð eða frá 23. desember 2014 til 22. janúar 2015.Helstu tekjurnar af upptöku Á yfirliti yfir tekjur ISIS í héraðinu má sjá að heildartekjur héraðsins á þeim tíma voru rúmlega 8,4 milljónir dala. Sem hlutfall af heildartekjum voru sala á olíu og gasi 27,7 prósent. Tekjur af sölu rafmagns voru 3,9 prósent, skattar 23,7 prósent og svokölluð „upptaka“, e. confiscations, samsvarar heilum 44,7 prósentum af heildartekjum samtakanna. Skjölin voru gerð opinber af Aymenn al-Tamimi, sem starfar fyrir UK Middle East Forum sem hefur verið að vinna við landamæri Sýrlands. Hann segir margar ástæður fyrir því að fé og eignir fólk sé gert upptækt. Þar megi nefna að heimili íbúa sem hafa flúið eru rænd, sektir fyrir brot á lögum ISIS og eða um sé að ræða smyglaðar vörur sem hafa verið gerðar upptækar eins og áfengi og sígarettur. Í samtali við Vice News segir Tamimi til dæmis að ef eigendur fyrirtækja missa af bænum þrisvar sinnum í röð, séu fyrirtæki þeirra gerð upptæk. Þá sé líti út fyrir að vígamenn samtakanna ræni fólk við landamæri héraðsins.Stór hluti útgjalda í hernað Sé litið yfir heildarútgjöld ISIS, rúmar 5,5 milljónir dala, fara 19,8 prósent í rekstur herstöðva og 43,6 prósent í laun vígamanna. Samtals fara 63,4 prósent af útgjöldum ISIS í héraðinu í hernað. Þá fara 2,8 prósent í fjölmiðla, 10,4 prósent í lögreglu, 17,7 prósent í þjónustu og 5,7 prósent í lið sem er titlaður sem neyðarhjálp. Tamimi segir þessi skjöl gefa í skyn að tekjur samtakanna af sölu olíu séu ekki nærri því sem áður hefur verið talið. Fjölmiðlar ytra sögðu frá því í fyrrasumar að samtökin högnuðust um allt að þrjár milljónir dala á dag af sölu olíu. Hagnaður af sölu fornminja er ekki innifalinn í umræddum skjölum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira