„Gerendurnir eru drengirnir okkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2015 18:06 Guðbjörg Jóhannesdóttir. Vísir/GVA „Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í predikun í Langholtskirkju fyrr í dag. Hún sagði nokkra hópa hafa sprottið fram á Facebook þar sem konur greina frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðbjörg sagði hryllinginn ekki aðeins fólginn í þeim sögum sem fram koma á síðunum heldur ekki síður hversu mikill fjöldi það er sem á reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði upplifun þeirra sem þurfa á kerfinu að halda vera þá að það hafi brugðist. „Að það sé ekki fært um að takast á við mál sem varða kynferðisofbeldi. Að samfélagið sé enn statt á þeim stað að þöggun og skömm sé upplifun þeirra sem á er brotið.“Kærleiksríkt samfélag fjársjóður guðs Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún nefndi þetta vera að guðspjallið fjalli um verðmæti. „Jesú gefur okkur ráðgjöf um hvernig við eigum að ávaxta okkar pund, hann notar meira segja nokkuð harkalegt orðalag, hann notar orðið heimskingi og við vitum hvað heimskingi er? Það er manneskja sem ekki lærir af lífinu, sú sem lærir ekki af reynslunni,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði hina sönnu fjárfestingu ekki aðeins vera stritið sem skilar okkur meira dóti eða stærra. „Heldur felst í því að byggja heiðarlegt, kærleiksríkt samfélag hvert við annað. Það er fjársjóður guðs.“ Hún sagði gott að minnast þess að mestu verðmæti samfélags er mannauður og vitnaði í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, sem sagði að löngu væri tímabært að beina sjónum að gerendum og rannsaka af hverju svo margir karlmenn beita konur ofbeldi. Guðbjörg sagðist sjálf vera þolandi kynferðisofbeldis. „Og veit sem er að gerendurnir eru drengirnir okkar, eiginmenn okkar, feður okkar, frændur okkar og vinir okkar, en ekki skrímsli. Þó eyðileggingin sem þeir skilja eftir sig sé oft eins og eftir skrímsli.“„Bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi?“ Hún sagðist sjálf hafa staðið sig að því að halda ræðu yfir dætrum sínum um að þær verði að passa sig og sagðist til að mynda hafa gert athugasemdir við efnislítinn klæðnað og rætt um að þær þurfi að passa sig að drekka ekki of mikið. „En svo rennur það upp fyrir mér að ég á tvo fallega unglingsdrengi sem ég held ekki yfir neinar ræður um að þeir megi ekki beita ofbeldi, þeir megi ekki sýna virðingarleysi eða fara yfir mörk annarra. Ég tek því einhvern veginn sem sjálfsögðum hlut að það geri þeir ekki. En eru það bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi ?“ Hún sagði að ekki yrði undan því vikist lengur að beina sjónum að gerendum og huga að því með hvaða hætti samfélagið ræktar mannauð stúlkna og drengja svo að þann skaða sem verður af kynferðisafbrotum megi lágmarka. „Hvernig við innrætum virðingu fyrir mannhelgi og hæfni til að setja sig í spor annarra, innrætum Guðsríkið sjálft. Innræting er nefnilega fallegt orð því það vísar til þess sem hvílir svo djúpt í manneskjunni að það er rótfast, svo jafnvel þó að blási þá er það ávallt þær rætur sem leiða hugsun og gjörðir.“ Tengdar fréttir Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
„Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í predikun í Langholtskirkju fyrr í dag. Hún sagði nokkra hópa hafa sprottið fram á Facebook þar sem konur greina frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðbjörg sagði hryllinginn ekki aðeins fólginn í þeim sögum sem fram koma á síðunum heldur ekki síður hversu mikill fjöldi það er sem á reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði upplifun þeirra sem þurfa á kerfinu að halda vera þá að það hafi brugðist. „Að það sé ekki fært um að takast á við mál sem varða kynferðisofbeldi. Að samfélagið sé enn statt á þeim stað að þöggun og skömm sé upplifun þeirra sem á er brotið.“Kærleiksríkt samfélag fjársjóður guðs Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún nefndi þetta vera að guðspjallið fjalli um verðmæti. „Jesú gefur okkur ráðgjöf um hvernig við eigum að ávaxta okkar pund, hann notar meira segja nokkuð harkalegt orðalag, hann notar orðið heimskingi og við vitum hvað heimskingi er? Það er manneskja sem ekki lærir af lífinu, sú sem lærir ekki af reynslunni,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði hina sönnu fjárfestingu ekki aðeins vera stritið sem skilar okkur meira dóti eða stærra. „Heldur felst í því að byggja heiðarlegt, kærleiksríkt samfélag hvert við annað. Það er fjársjóður guðs.“ Hún sagði gott að minnast þess að mestu verðmæti samfélags er mannauður og vitnaði í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, sem sagði að löngu væri tímabært að beina sjónum að gerendum og rannsaka af hverju svo margir karlmenn beita konur ofbeldi. Guðbjörg sagðist sjálf vera þolandi kynferðisofbeldis. „Og veit sem er að gerendurnir eru drengirnir okkar, eiginmenn okkar, feður okkar, frændur okkar og vinir okkar, en ekki skrímsli. Þó eyðileggingin sem þeir skilja eftir sig sé oft eins og eftir skrímsli.“„Bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi?“ Hún sagðist sjálf hafa staðið sig að því að halda ræðu yfir dætrum sínum um að þær verði að passa sig og sagðist til að mynda hafa gert athugasemdir við efnislítinn klæðnað og rætt um að þær þurfi að passa sig að drekka ekki of mikið. „En svo rennur það upp fyrir mér að ég á tvo fallega unglingsdrengi sem ég held ekki yfir neinar ræður um að þeir megi ekki beita ofbeldi, þeir megi ekki sýna virðingarleysi eða fara yfir mörk annarra. Ég tek því einhvern veginn sem sjálfsögðum hlut að það geri þeir ekki. En eru það bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi ?“ Hún sagði að ekki yrði undan því vikist lengur að beina sjónum að gerendum og huga að því með hvaða hætti samfélagið ræktar mannauð stúlkna og drengja svo að þann skaða sem verður af kynferðisafbrotum megi lágmarka. „Hvernig við innrætum virðingu fyrir mannhelgi og hæfni til að setja sig í spor annarra, innrætum Guðsríkið sjálft. Innræting er nefnilega fallegt orð því það vísar til þess sem hvílir svo djúpt í manneskjunni að það er rótfast, svo jafnvel þó að blási þá er það ávallt þær rætur sem leiða hugsun og gjörðir.“
Tengdar fréttir Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06