„Gerendurnir eru drengirnir okkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2015 18:06 Guðbjörg Jóhannesdóttir. Vísir/GVA „Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í predikun í Langholtskirkju fyrr í dag. Hún sagði nokkra hópa hafa sprottið fram á Facebook þar sem konur greina frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðbjörg sagði hryllinginn ekki aðeins fólginn í þeim sögum sem fram koma á síðunum heldur ekki síður hversu mikill fjöldi það er sem á reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði upplifun þeirra sem þurfa á kerfinu að halda vera þá að það hafi brugðist. „Að það sé ekki fært um að takast á við mál sem varða kynferðisofbeldi. Að samfélagið sé enn statt á þeim stað að þöggun og skömm sé upplifun þeirra sem á er brotið.“Kærleiksríkt samfélag fjársjóður guðs Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún nefndi þetta vera að guðspjallið fjalli um verðmæti. „Jesú gefur okkur ráðgjöf um hvernig við eigum að ávaxta okkar pund, hann notar meira segja nokkuð harkalegt orðalag, hann notar orðið heimskingi og við vitum hvað heimskingi er? Það er manneskja sem ekki lærir af lífinu, sú sem lærir ekki af reynslunni,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði hina sönnu fjárfestingu ekki aðeins vera stritið sem skilar okkur meira dóti eða stærra. „Heldur felst í því að byggja heiðarlegt, kærleiksríkt samfélag hvert við annað. Það er fjársjóður guðs.“ Hún sagði gott að minnast þess að mestu verðmæti samfélags er mannauður og vitnaði í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, sem sagði að löngu væri tímabært að beina sjónum að gerendum og rannsaka af hverju svo margir karlmenn beita konur ofbeldi. Guðbjörg sagðist sjálf vera þolandi kynferðisofbeldis. „Og veit sem er að gerendurnir eru drengirnir okkar, eiginmenn okkar, feður okkar, frændur okkar og vinir okkar, en ekki skrímsli. Þó eyðileggingin sem þeir skilja eftir sig sé oft eins og eftir skrímsli.“„Bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi?“ Hún sagðist sjálf hafa staðið sig að því að halda ræðu yfir dætrum sínum um að þær verði að passa sig og sagðist til að mynda hafa gert athugasemdir við efnislítinn klæðnað og rætt um að þær þurfi að passa sig að drekka ekki of mikið. „En svo rennur það upp fyrir mér að ég á tvo fallega unglingsdrengi sem ég held ekki yfir neinar ræður um að þeir megi ekki beita ofbeldi, þeir megi ekki sýna virðingarleysi eða fara yfir mörk annarra. Ég tek því einhvern veginn sem sjálfsögðum hlut að það geri þeir ekki. En eru það bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi ?“ Hún sagði að ekki yrði undan því vikist lengur að beina sjónum að gerendum og huga að því með hvaða hætti samfélagið ræktar mannauð stúlkna og drengja svo að þann skaða sem verður af kynferðisafbrotum megi lágmarka. „Hvernig við innrætum virðingu fyrir mannhelgi og hæfni til að setja sig í spor annarra, innrætum Guðsríkið sjálft. Innræting er nefnilega fallegt orð því það vísar til þess sem hvílir svo djúpt í manneskjunni að það er rótfast, svo jafnvel þó að blási þá er það ávallt þær rætur sem leiða hugsun og gjörðir.“ Tengdar fréttir Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
„Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í predikun í Langholtskirkju fyrr í dag. Hún sagði nokkra hópa hafa sprottið fram á Facebook þar sem konur greina frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðbjörg sagði hryllinginn ekki aðeins fólginn í þeim sögum sem fram koma á síðunum heldur ekki síður hversu mikill fjöldi það er sem á reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði upplifun þeirra sem þurfa á kerfinu að halda vera þá að það hafi brugðist. „Að það sé ekki fært um að takast á við mál sem varða kynferðisofbeldi. Að samfélagið sé enn statt á þeim stað að þöggun og skömm sé upplifun þeirra sem á er brotið.“Kærleiksríkt samfélag fjársjóður guðs Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún nefndi þetta vera að guðspjallið fjalli um verðmæti. „Jesú gefur okkur ráðgjöf um hvernig við eigum að ávaxta okkar pund, hann notar meira segja nokkuð harkalegt orðalag, hann notar orðið heimskingi og við vitum hvað heimskingi er? Það er manneskja sem ekki lærir af lífinu, sú sem lærir ekki af reynslunni,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði hina sönnu fjárfestingu ekki aðeins vera stritið sem skilar okkur meira dóti eða stærra. „Heldur felst í því að byggja heiðarlegt, kærleiksríkt samfélag hvert við annað. Það er fjársjóður guðs.“ Hún sagði gott að minnast þess að mestu verðmæti samfélags er mannauður og vitnaði í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, sem sagði að löngu væri tímabært að beina sjónum að gerendum og rannsaka af hverju svo margir karlmenn beita konur ofbeldi. Guðbjörg sagðist sjálf vera þolandi kynferðisofbeldis. „Og veit sem er að gerendurnir eru drengirnir okkar, eiginmenn okkar, feður okkar, frændur okkar og vinir okkar, en ekki skrímsli. Þó eyðileggingin sem þeir skilja eftir sig sé oft eins og eftir skrímsli.“„Bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi?“ Hún sagðist sjálf hafa staðið sig að því að halda ræðu yfir dætrum sínum um að þær verði að passa sig og sagðist til að mynda hafa gert athugasemdir við efnislítinn klæðnað og rætt um að þær þurfi að passa sig að drekka ekki of mikið. „En svo rennur það upp fyrir mér að ég á tvo fallega unglingsdrengi sem ég held ekki yfir neinar ræður um að þeir megi ekki beita ofbeldi, þeir megi ekki sýna virðingarleysi eða fara yfir mörk annarra. Ég tek því einhvern veginn sem sjálfsögðum hlut að það geri þeir ekki. En eru það bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi ?“ Hún sagði að ekki yrði undan því vikist lengur að beina sjónum að gerendum og huga að því með hvaða hætti samfélagið ræktar mannauð stúlkna og drengja svo að þann skaða sem verður af kynferðisafbrotum megi lágmarka. „Hvernig við innrætum virðingu fyrir mannhelgi og hæfni til að setja sig í spor annarra, innrætum Guðsríkið sjálft. Innræting er nefnilega fallegt orð því það vísar til þess sem hvílir svo djúpt í manneskjunni að það er rótfast, svo jafnvel þó að blási þá er það ávallt þær rætur sem leiða hugsun og gjörðir.“
Tengdar fréttir Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06