Ungur maður fluttur með sjúkraflugi af þjóðhátíð vegna heilablæðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 12:35 Úr Herjólfsdal í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Friðriksson Ungur maður var fluttur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur seint í gærkvöldi vegna áverka sem hann hafði hlotið á höfði. Grunur leikur á að honum hafi hlotnast áverkarnir í slagsmálum. Maðurinn, sem er aðkomumaður, hafði leitað á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum með mar á höfði og við rannsókn kviknaði grunur að blætt hafði inn á heila mannsins. Var honum því flogið á gjörgæsludeild í Fossvogi þar sem sá grunur var staðfestur og var hann drifinn í aðgerð vegna þessa. Að sögn vakthafandi lækna tókst aðgerðin vel og sá slasaði allur að koma til.Sjá einnig: Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í EyjumAð sögn Jóhannesar Ólafssonar vaktstjóra í Vestmannaeyjum er mál mannsins til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvernig honum hlotnuðust áverkarnir. Ekki sé hægt að staðfesta að þeir séu tilkomnir vegna höfuðhöggs sem einhver hafi veitt honum enda hafi engin vitni orðið að því. Það sé allt eins líklegt að hann hafi fallið með fyrrgreindum afleiðingum. Jóhannes segist ekki geta útilokað það en samferðafólk mannsins hafi tjáð lögreglu að það hafi ekki séð neina árásarmenn. Jóhannes segir að málið sé litið alvarlegum augum og að lögreglan vinni nú í því að kanna myndabandsupptökur af svæðinu. Eins og staðan er sé „allt mjög óljóst.“Uppfært klukkan 15:58Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að læknir á bráðamóttöku hefði talið að einhver hefði veitt manninum höfuðhögg. Ekki var rétt eftir lækninum haft og er beðist afsökunar á því. Tengdar fréttir Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fleiri fréttir Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Lögmaður keilarans krefur forystuna svara „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Sjá meira
Ungur maður var fluttur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur seint í gærkvöldi vegna áverka sem hann hafði hlotið á höfði. Grunur leikur á að honum hafi hlotnast áverkarnir í slagsmálum. Maðurinn, sem er aðkomumaður, hafði leitað á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum með mar á höfði og við rannsókn kviknaði grunur að blætt hafði inn á heila mannsins. Var honum því flogið á gjörgæsludeild í Fossvogi þar sem sá grunur var staðfestur og var hann drifinn í aðgerð vegna þessa. Að sögn vakthafandi lækna tókst aðgerðin vel og sá slasaði allur að koma til.Sjá einnig: Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í EyjumAð sögn Jóhannesar Ólafssonar vaktstjóra í Vestmannaeyjum er mál mannsins til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvernig honum hlotnuðust áverkarnir. Ekki sé hægt að staðfesta að þeir séu tilkomnir vegna höfuðhöggs sem einhver hafi veitt honum enda hafi engin vitni orðið að því. Það sé allt eins líklegt að hann hafi fallið með fyrrgreindum afleiðingum. Jóhannes segist ekki geta útilokað það en samferðafólk mannsins hafi tjáð lögreglu að það hafi ekki séð neina árásarmenn. Jóhannes segir að málið sé litið alvarlegum augum og að lögreglan vinni nú í því að kanna myndabandsupptökur af svæðinu. Eins og staðan er sé „allt mjög óljóst.“Uppfært klukkan 15:58Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að læknir á bráðamóttöku hefði talið að einhver hefði veitt manninum höfuðhögg. Ekki var rétt eftir lækninum haft og er beðist afsökunar á því.
Tengdar fréttir Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fleiri fréttir Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Lögmaður keilarans krefur forystuna svara „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Sjá meira
Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47