Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 09:47 Úr Dalnum í gærkvöldi. Daníel Ágúst og Jón Jónsson sjást hér syngja fyrir lýðinn. vísir/óskar p. friðriksson Þrátt fyrir að „góður andi væri í dalnum“ að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum gistu tveir fangageymslu í nótt. Annar gerðist uppvís að því að skalla gæslumann í Herjólfsdal en hinn var staðinn að eignaspjöllum. Lögreglumenn urðu vitni að því að þegar maðurinn spreyjaði á geymslutank á vegum vinnslustöðvar í bænum og tók spellvirkinn á rás þegar hann varð lögreglunnar var. Upphófst þá mikill eltingaleikur en að lokum höfðu lögreglumenn hendur í hári mannsins. Hann var látinn gista hjá lögreglunni í nótt og verður kærður fyrir eignaspjöll að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Eyjum. Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp það sem er af er þjóðhátíð. Í langflestum tilvikum er um hvít efni að ræða í neysluskömmtum – „þó svo að hér sé öll flóran“ samkvæmt Jóhannesi.Þessi mikli fjöldi mála er rakinn til aukinnar gæslu í Eyjum yfir hátíðina en sex lögregluþjónar sjá alfarið um fíkniefnamál yfir helgina. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Fyrstu gestir þjóðhátíðar fóru heim með Herjólfi klukkan fjögur í nótt en búist er við að það muni heldur fjölga í dalnum í kvöld þegar blysin verða tendruð og Vestmannaeyjar sameinast í brekkusöng. Þúsundir manna voru í Heimaey í nótt og mátti greina fjöldamörg bros á vörum þjóðhátíðargesta. Hér að ofan má sjá myndir sem Óskar P. Friðriksson tók á hátíðinni í gær og kennir þar ýmissa grasa. Má þar meðal annars sjá söngfuglinn Jón Jónsson leika fyrir dansi sem og Daníel Ágúst og félaga í Nýdanskri trylla lýðinn.Rífandi stemning í Herjólfsdal í gærvísir/óskar p. friðrikssonVísir/Óskar P. Friðriksson. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þrátt fyrir að „góður andi væri í dalnum“ að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum gistu tveir fangageymslu í nótt. Annar gerðist uppvís að því að skalla gæslumann í Herjólfsdal en hinn var staðinn að eignaspjöllum. Lögreglumenn urðu vitni að því að þegar maðurinn spreyjaði á geymslutank á vegum vinnslustöðvar í bænum og tók spellvirkinn á rás þegar hann varð lögreglunnar var. Upphófst þá mikill eltingaleikur en að lokum höfðu lögreglumenn hendur í hári mannsins. Hann var látinn gista hjá lögreglunni í nótt og verður kærður fyrir eignaspjöll að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Eyjum. Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp það sem er af er þjóðhátíð. Í langflestum tilvikum er um hvít efni að ræða í neysluskömmtum – „þó svo að hér sé öll flóran“ samkvæmt Jóhannesi.Þessi mikli fjöldi mála er rakinn til aukinnar gæslu í Eyjum yfir hátíðina en sex lögregluþjónar sjá alfarið um fíkniefnamál yfir helgina. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Fyrstu gestir þjóðhátíðar fóru heim með Herjólfi klukkan fjögur í nótt en búist er við að það muni heldur fjölga í dalnum í kvöld þegar blysin verða tendruð og Vestmannaeyjar sameinast í brekkusöng. Þúsundir manna voru í Heimaey í nótt og mátti greina fjöldamörg bros á vörum þjóðhátíðargesta. Hér að ofan má sjá myndir sem Óskar P. Friðriksson tók á hátíðinni í gær og kennir þar ýmissa grasa. Má þar meðal annars sjá söngfuglinn Jón Jónsson leika fyrir dansi sem og Daníel Ágúst og félaga í Nýdanskri trylla lýðinn.Rífandi stemning í Herjólfsdal í gærvísir/óskar p. friðrikssonVísir/Óskar P. Friðriksson.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira