Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Upp úr kjaraviðræðum slitnaði fyrir helgi. Fréttablaðið/Vilhelm „Útgerðarmenn sem aðild eiga að SFS ættu að skammast sín fyrir þá lítilsvirðingu sem þeir sýna sjómönnum með framferði sínu.“ Þetta segir í yfirlýsingu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands Íslands, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, eftir að upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samningar sjómanna og SFS hafi verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í tæp 5 ár. „Þann 22. maí 2012 vísaði LÍÚ, sem nú ber nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi [SFS], deilunni til ríkissáttasemjara og hótaði í leiðinni að boða verkbann á sjómenn til að knýja fram kröfur sínar um verulega skerðingu á kjörum sjómanna. Af verkbanninu varð þó ekki en enginn vilji er hjá SFS til að ljúka gerð kjarasamnings við sjómenn,“ segir þar. Samtökin segja SFS nú á haustdögum hafa sýnt í verki áhugaleysi sitt á að ljúka kjarasamningum, ýmist með því að svara ekki málum sem fulltrúar sjómanna hafi lagt fram til lausnar deilunni, eða með útúrsnúningum og rangtúlkunum. Fulltrúar útgerðarinnar hafi jafnvel gengið svo langt að bæta í kröfur sínar um skerðingu á kjörum sjómanna. „Með framkomu sinni sýna samtök útgerðarmanna starfsfólki sínu sem starfar á skipum þeirra mikla lítilsvirðingu. Þetta gerist á sama tíma og hagnaður, á öllu tímabilinu sem samningar hafa verið lausir, hefur aldrei í sögu atvinnugreinarinnar verið jafn mikill,“ segir í yfirlýsingunni. Arðgreiðslur undanfarin ár sýni mikla velgengni. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Útgerðarmenn sem aðild eiga að SFS ættu að skammast sín fyrir þá lítilsvirðingu sem þeir sýna sjómönnum með framferði sínu.“ Þetta segir í yfirlýsingu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands Íslands, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, eftir að upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samningar sjómanna og SFS hafi verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í tæp 5 ár. „Þann 22. maí 2012 vísaði LÍÚ, sem nú ber nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi [SFS], deilunni til ríkissáttasemjara og hótaði í leiðinni að boða verkbann á sjómenn til að knýja fram kröfur sínar um verulega skerðingu á kjörum sjómanna. Af verkbanninu varð þó ekki en enginn vilji er hjá SFS til að ljúka gerð kjarasamnings við sjómenn,“ segir þar. Samtökin segja SFS nú á haustdögum hafa sýnt í verki áhugaleysi sitt á að ljúka kjarasamningum, ýmist með því að svara ekki málum sem fulltrúar sjómanna hafi lagt fram til lausnar deilunni, eða með útúrsnúningum og rangtúlkunum. Fulltrúar útgerðarinnar hafi jafnvel gengið svo langt að bæta í kröfur sínar um skerðingu á kjörum sjómanna. „Með framkomu sinni sýna samtök útgerðarmanna starfsfólki sínu sem starfar á skipum þeirra mikla lítilsvirðingu. Þetta gerist á sama tíma og hagnaður, á öllu tímabilinu sem samningar hafa verið lausir, hefur aldrei í sögu atvinnugreinarinnar verið jafn mikill,“ segir í yfirlýsingunni. Arðgreiðslur undanfarin ár sýni mikla velgengni.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira