Endurskoða löggjöf um fóstureyðingar Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2015 06:00 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, vonast til að leggja fram frumvarp um breytingar á löggjöf um fóstureyðingar á næsta haustþingi. Fréttablaðið/Pjetur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“ Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“
Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Sjá meira
Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15