Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 00:05 Frá Ægisgarði í kvöld. Vísir/Vilhelm Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. Einn báturinn, sem ber heitið Stormur, losnaði fyrr í kvöld en nú er búið að koma böndum á hann. Jón Þór Ingimundarson, einn eigenda Laxa sem liggur bundinn í höfninni, situr inni í bíl ásamt sameigendum sínum að bátnum og reiknar að standa vaktina fram á nótt. Hann segir alls ekki rétt sem fram hafi komið að eigendur smábátanna hafi ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. „Okkar bátur er í góðu lagi. Við gengum vel frá honum í dag.“ Einn bátur við það að sökkva Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn hafa verið við bryggjuna en lítið getað gert vegna þess hve hvasst er. Þó hefur þeim tekist að fest bátinn Storm sem losnaði fyrr í kvöld. Jón Bjarnason, eigandi Storms, hafði eðlilega áhyggjur af því í samtali við RÚV í kvöld að bátur hans myndi sökkva en nú virðast aðstæður aðeins hafa skánað hvað varðar hans bát. Jón Þór segir hins vegar margt benda til þess að annar smábátur sé við það að sökkva. Annar endi hans virðist vera að fara niður og er Jón Þór hræddur um að gat hafi komið á hann. Þeir félagarnir ætla að vera á vettvangi þangað til lægir.Að neðan má sjá myndband frá óveðrinu í höfninni fyrr í kvöld. Veður Tengdar fréttir 250 útköll um land allt Um 700 björgunarsveitarmenn hafa verið á vaktinni. 7. desember 2015 23:48 Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. Einn báturinn, sem ber heitið Stormur, losnaði fyrr í kvöld en nú er búið að koma böndum á hann. Jón Þór Ingimundarson, einn eigenda Laxa sem liggur bundinn í höfninni, situr inni í bíl ásamt sameigendum sínum að bátnum og reiknar að standa vaktina fram á nótt. Hann segir alls ekki rétt sem fram hafi komið að eigendur smábátanna hafi ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. „Okkar bátur er í góðu lagi. Við gengum vel frá honum í dag.“ Einn bátur við það að sökkva Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn hafa verið við bryggjuna en lítið getað gert vegna þess hve hvasst er. Þó hefur þeim tekist að fest bátinn Storm sem losnaði fyrr í kvöld. Jón Bjarnason, eigandi Storms, hafði eðlilega áhyggjur af því í samtali við RÚV í kvöld að bátur hans myndi sökkva en nú virðast aðstæður aðeins hafa skánað hvað varðar hans bát. Jón Þór segir hins vegar margt benda til þess að annar smábátur sé við það að sökkva. Annar endi hans virðist vera að fara niður og er Jón Þór hræddur um að gat hafi komið á hann. Þeir félagarnir ætla að vera á vettvangi þangað til lægir.Að neðan má sjá myndband frá óveðrinu í höfninni fyrr í kvöld.
Veður Tengdar fréttir 250 útköll um land allt Um 700 björgunarsveitarmenn hafa verið á vaktinni. 7. desember 2015 23:48 Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27