Innlent

250 útköll um land allt

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá störfum björgunarsveitarmanna í Reykjavík í kvöld.
Frá störfum björgunarsveitarmanna í Reykjavík í kvöld. Vísir/Höskuldur
Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í kvöld, þegar óveður af fellibylsstyrk fór yfir Ísland. Búið er að sinna ríflega 250 útköllum á landinu. Um 700 björgunarsveitarmenn hafa staðið vaktina.

Verkefni þeirra hafa verið margvísileg, eða allt frá brotnum gluggum upp í fjúkandi hús. Störfum þeirra er þó hvergi nærri lokið.

Á Facebook síðu Landsbjargar segir að þetta verði löng nótt. Vitað er um eignatjón, en ekki er vitað um tjón á fólki.

Þegar þetta er skrifað hafa björgunarsveitir sinnt ríflega 250 útköllum vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Um...

Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Monday, December 7, 2015Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.