„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2015 20:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn alls ekki síður styðja við jöfnuð í samfélaginu en aðrir flokkar. Hann boðaði að þjóðin, þegar fram líða stundir, eignast hlut í bönkunum og þakkaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar störf í flokknum. Heimir Már Pétursson fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og ræddi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Bjarna Benediktssonar og var hún spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri að færast yfir á vinstri vænginn með ummælum um stuðning við jöfnuð. „Bjarni Benediktsson er að benda á hið augljósa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga, jafnt karla sem kvenna, drengja sem stúlkna, og veita þeim jöfn tækifæri og það er það sem er verið að leggja áherslu á. Við segjum enn að fólk eigi að hafa slík tækifæri, við erum tilbúin ekki að grípa inn í með einhverri ríkisforsjá, þar sem allir eiga kannski að hafa sömu útkomu. Við treystum fólki til að vinna úr sínum tækifærum, allir hafa sömu tækifærin,“ sagði Ragnheiður en landsfundurinn í ár er einmitt tileinkaður sérstaklega konum. „Það er ánægjulegt líka fyrir okkur konur að núna eru fjórar konur á móti hverjum sex körlum og aldursbilið er líka að minnka,“ sagði Ragnheiður. Bjarni Benediktsson benti á góðan árangur Íslendinga án þess að vera í Evrópusambandinu og sagði Ragnheiður að sá árangur væri fyrir hendi. „Honum verður ekkert á móti mælt. Þeir sem eru innan Sjálfstæðisflokksins og vildu ljúka viðræðum við Evrópusambandið, þeir mæla ekki gegn því að þessi árangur hefur náðst, þrátt fyrir að það hafi ekki komið að. Við erum mjög stolt af árangri okkar, ekki bara Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur á fyrri ríkisstjórn hluta í því ferli sem nú er að skila okkur Íslendingum þeim árangri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sjá má innslag Heimis Más í kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn alls ekki síður styðja við jöfnuð í samfélaginu en aðrir flokkar. Hann boðaði að þjóðin, þegar fram líða stundir, eignast hlut í bönkunum og þakkaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar störf í flokknum. Heimir Már Pétursson fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og ræddi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Bjarna Benediktssonar og var hún spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri að færast yfir á vinstri vænginn með ummælum um stuðning við jöfnuð. „Bjarni Benediktsson er að benda á hið augljósa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga, jafnt karla sem kvenna, drengja sem stúlkna, og veita þeim jöfn tækifæri og það er það sem er verið að leggja áherslu á. Við segjum enn að fólk eigi að hafa slík tækifæri, við erum tilbúin ekki að grípa inn í með einhverri ríkisforsjá, þar sem allir eiga kannski að hafa sömu útkomu. Við treystum fólki til að vinna úr sínum tækifærum, allir hafa sömu tækifærin,“ sagði Ragnheiður en landsfundurinn í ár er einmitt tileinkaður sérstaklega konum. „Það er ánægjulegt líka fyrir okkur konur að núna eru fjórar konur á móti hverjum sex körlum og aldursbilið er líka að minnka,“ sagði Ragnheiður. Bjarni Benediktsson benti á góðan árangur Íslendinga án þess að vera í Evrópusambandinu og sagði Ragnheiður að sá árangur væri fyrir hendi. „Honum verður ekkert á móti mælt. Þeir sem eru innan Sjálfstæðisflokksins og vildu ljúka viðræðum við Evrópusambandið, þeir mæla ekki gegn því að þessi árangur hefur náðst, þrátt fyrir að það hafi ekki komið að. Við erum mjög stolt af árangri okkar, ekki bara Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur á fyrri ríkisstjórn hluta í því ferli sem nú er að skila okkur Íslendingum þeim árangri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sjá má innslag Heimis Más í kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00
Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30