„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2015 20:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn alls ekki síður styðja við jöfnuð í samfélaginu en aðrir flokkar. Hann boðaði að þjóðin, þegar fram líða stundir, eignast hlut í bönkunum og þakkaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar störf í flokknum. Heimir Már Pétursson fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og ræddi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Bjarna Benediktssonar og var hún spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri að færast yfir á vinstri vænginn með ummælum um stuðning við jöfnuð. „Bjarni Benediktsson er að benda á hið augljósa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga, jafnt karla sem kvenna, drengja sem stúlkna, og veita þeim jöfn tækifæri og það er það sem er verið að leggja áherslu á. Við segjum enn að fólk eigi að hafa slík tækifæri, við erum tilbúin ekki að grípa inn í með einhverri ríkisforsjá, þar sem allir eiga kannski að hafa sömu útkomu. Við treystum fólki til að vinna úr sínum tækifærum, allir hafa sömu tækifærin,“ sagði Ragnheiður en landsfundurinn í ár er einmitt tileinkaður sérstaklega konum. „Það er ánægjulegt líka fyrir okkur konur að núna eru fjórar konur á móti hverjum sex körlum og aldursbilið er líka að minnka,“ sagði Ragnheiður. Bjarni Benediktsson benti á góðan árangur Íslendinga án þess að vera í Evrópusambandinu og sagði Ragnheiður að sá árangur væri fyrir hendi. „Honum verður ekkert á móti mælt. Þeir sem eru innan Sjálfstæðisflokksins og vildu ljúka viðræðum við Evrópusambandið, þeir mæla ekki gegn því að þessi árangur hefur náðst, þrátt fyrir að það hafi ekki komið að. Við erum mjög stolt af árangri okkar, ekki bara Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur á fyrri ríkisstjórn hluta í því ferli sem nú er að skila okkur Íslendingum þeim árangri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sjá má innslag Heimis Más í kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn alls ekki síður styðja við jöfnuð í samfélaginu en aðrir flokkar. Hann boðaði að þjóðin, þegar fram líða stundir, eignast hlut í bönkunum og þakkaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar störf í flokknum. Heimir Már Pétursson fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og ræddi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Bjarna Benediktssonar og var hún spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri að færast yfir á vinstri vænginn með ummælum um stuðning við jöfnuð. „Bjarni Benediktsson er að benda á hið augljósa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga, jafnt karla sem kvenna, drengja sem stúlkna, og veita þeim jöfn tækifæri og það er það sem er verið að leggja áherslu á. Við segjum enn að fólk eigi að hafa slík tækifæri, við erum tilbúin ekki að grípa inn í með einhverri ríkisforsjá, þar sem allir eiga kannski að hafa sömu útkomu. Við treystum fólki til að vinna úr sínum tækifærum, allir hafa sömu tækifærin,“ sagði Ragnheiður en landsfundurinn í ár er einmitt tileinkaður sérstaklega konum. „Það er ánægjulegt líka fyrir okkur konur að núna eru fjórar konur á móti hverjum sex körlum og aldursbilið er líka að minnka,“ sagði Ragnheiður. Bjarni Benediktsson benti á góðan árangur Íslendinga án þess að vera í Evrópusambandinu og sagði Ragnheiður að sá árangur væri fyrir hendi. „Honum verður ekkert á móti mælt. Þeir sem eru innan Sjálfstæðisflokksins og vildu ljúka viðræðum við Evrópusambandið, þeir mæla ekki gegn því að þessi árangur hefur náðst, þrátt fyrir að það hafi ekki komið að. Við erum mjög stolt af árangri okkar, ekki bara Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur á fyrri ríkisstjórn hluta í því ferli sem nú er að skila okkur Íslendingum þeim árangri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sjá má innslag Heimis Más í kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00
Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30