Bæjarstjórar segjast ekki hafa hyglað FH Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar eru ósammála formanni Hauka um að bærinn hafi hyglað FH. Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæjarins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guðmundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka.Lúðvík GeirssonUppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnarfjarðarbæjar um greiningu á fjármálum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahússins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta forgangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikningar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæjarins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guðmundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka.Lúðvík GeirssonUppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnarfjarðarbæjar um greiningu á fjármálum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahússins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta forgangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikningar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira