Bæjarstjórar segjast ekki hafa hyglað FH Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar eru ósammála formanni Hauka um að bærinn hafi hyglað FH. Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæjarins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guðmundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka.Lúðvík GeirssonUppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnarfjarðarbæjar um greiningu á fjármálum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahússins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta forgangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikningar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæjarins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guðmundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka.Lúðvík GeirssonUppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnarfjarðarbæjar um greiningu á fjármálum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahússins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta forgangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikningar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira