Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða kolbeinn óttarsson proppé skrifar 17. apríl 2015 08:00 Þar sem framleiðsluferlar eru svo stuttir í kjúklingarækt getur nokkurra daga töf á slátrun orðið til þess að offjölgun verði í búunum. Það hefur áhrif á velferð dýranna. fréttablaðið/hari Verkfall dýralækna skapar vanda hjá kjúklingaframleiðendum eftir tvo til þrjá daga og um viku hjá svínabændum þar sem ekki er hægt að slátra til manneldis án aðkomu dýralækna. Verkfallið skellur á á mánudag, náist ekki að semja. „Ef allt fer á versta veg er alveg ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif og stöðva framleiðsluna. Það er ekki svo auðvelt að gera það,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri á kjúklingabúinu að Reykjum. Hann segir mikinn aðkeyptan kostnað vera í framleiðslunni og að grafalvarlegt ástand geti myndast með verulegu höggi fyrir framleiðendur. „Við munum fljótt lenda í þakinu með þunga í húsunum og öll vinna sem fer fram snýst um það að fuglarnir muni ekki líða, en það er undir dýralæknum sjálfum komið hvernig þeir stjórna því. Það er ekki í okkar höndum.“Sjá einnig: Búist við kjötskorti Þar vísar Jón Magnús í að dýralæknar geta veitt undanþágur. Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir löngu ljóst að verkfallið hafi mikil áhrif og betra hefði verið ef laun þeirra endurspegluðu það. Undanþágunefnd verður að störfum hjá Matvælastofnun. „Hvað verður gefið af undanþágum fer bara eftir hverju tilfelli fyrir sig og það verður náttúrulega gefið eins lítið af undanþágum og mögulegt er og hvort það sé hægt að nota það til manneldis, það er ekkert búið að ákveða það,“ segir Guðbjörg. Mögulega þurfi að urða kjötið.Sindri SigurgeirssonSindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist hafa miklar áhyggjur af dýravelferð, verði af verkfallinu. „Framleiðsluferlar í landbúnaði eru mislangir. Þar sem þeir eru hvað stystir, eins og í kjúklingaframleiðslu og svínarækt, verður þetta stórvandamál á nokkrum dögum. Ég hef miklar áhyggjur af dýrvelferð.“Innflutningur stöðvast líka „Þeir sem vinna við að afgreiða innflutningspappírana eru í verkfalli, þannig að það er ekkert um innflutning að ræða heldur,“ segir Sindri. Hann gagnrýnir Félag atvinnurekenda sem vill leysa yfirvofandi kjötskort með innflutningi. „Félag atvinnurekenda nær þarna algjörlega nýjum lægðum að mínu mati. Þeir eru svo miklir tækifærissinnar að það er með ólíkindum, vegna þess að þetta verkfall er stóralvarlegt mál.“ Tengdar fréttir Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00 Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Verkfall dýralækna skapar vanda hjá kjúklingaframleiðendum eftir tvo til þrjá daga og um viku hjá svínabændum þar sem ekki er hægt að slátra til manneldis án aðkomu dýralækna. Verkfallið skellur á á mánudag, náist ekki að semja. „Ef allt fer á versta veg er alveg ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif og stöðva framleiðsluna. Það er ekki svo auðvelt að gera það,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri á kjúklingabúinu að Reykjum. Hann segir mikinn aðkeyptan kostnað vera í framleiðslunni og að grafalvarlegt ástand geti myndast með verulegu höggi fyrir framleiðendur. „Við munum fljótt lenda í þakinu með þunga í húsunum og öll vinna sem fer fram snýst um það að fuglarnir muni ekki líða, en það er undir dýralæknum sjálfum komið hvernig þeir stjórna því. Það er ekki í okkar höndum.“Sjá einnig: Búist við kjötskorti Þar vísar Jón Magnús í að dýralæknar geta veitt undanþágur. Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir löngu ljóst að verkfallið hafi mikil áhrif og betra hefði verið ef laun þeirra endurspegluðu það. Undanþágunefnd verður að störfum hjá Matvælastofnun. „Hvað verður gefið af undanþágum fer bara eftir hverju tilfelli fyrir sig og það verður náttúrulega gefið eins lítið af undanþágum og mögulegt er og hvort það sé hægt að nota það til manneldis, það er ekkert búið að ákveða það,“ segir Guðbjörg. Mögulega þurfi að urða kjötið.Sindri SigurgeirssonSindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist hafa miklar áhyggjur af dýravelferð, verði af verkfallinu. „Framleiðsluferlar í landbúnaði eru mislangir. Þar sem þeir eru hvað stystir, eins og í kjúklingaframleiðslu og svínarækt, verður þetta stórvandamál á nokkrum dögum. Ég hef miklar áhyggjur af dýrvelferð.“Innflutningur stöðvast líka „Þeir sem vinna við að afgreiða innflutningspappírana eru í verkfalli, þannig að það er ekkert um innflutning að ræða heldur,“ segir Sindri. Hann gagnrýnir Félag atvinnurekenda sem vill leysa yfirvofandi kjötskort með innflutningi. „Félag atvinnurekenda nær þarna algjörlega nýjum lægðum að mínu mati. Þeir eru svo miklir tækifærissinnar að það er með ólíkindum, vegna þess að þetta verkfall er stóralvarlegt mál.“
Tengdar fréttir Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00 Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00
Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00