Ríkisstjórnin samþykkir aukin framlög vegna Holuhrauns Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2015 14:42 Eldgosinu lauk 27.febrúar síðastliðinn. Vísir/Valli Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 448,7 milljónir króna árið 2015. Er það gert á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi einnig heimilað nýtingu á ónýttum fjárheimildum frá árinu 2014 að fjárhæð 100,8 milljónir króna. „Samantekið að meðtaldri þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin samþykkt viðbótar fjárframlög til stofnana sem nemur 1.136 m.kr. frá því eldsumbrot hófust á síðasta ári fram til septemberloka á þessu ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segor það starf sem eftirlits- og viðbragðsaðilar hafi unnið til þessa hafi verið sérlega farsælt.„Þó að mesta hættan virðist liðin hjá er nauðsynlegt að standa vaktina áfram og tryggja fyllsta öryggi á svæðinu sérstaklega yfir ferðamannatímann. Einnig er mikilvægt að efla það vísindastarf sem náttúruhamfarir sem þessar kalla á.“ „Á ríkisstjórnarfundi þann 10. september 2014 samþykkti ríkisstjórnin að skipa samráðshóp ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá, undir forystu forsætisráðuneytisins, og var honum falið að yfirfara fjárþörf og kostnað vegna hamfaranna og hafa yfirsýn yfir viðbrögð, aðgerðir og samhæfingu. Hópurinn hefur fundað reglulega og lagt mat á viðbótarfjárheimildir til stofnana sem koma helst að málum. Byggt á tillögum hópsins samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum þann 4. nóvember 2014 að veita samtals 687 m. kr. af óráðstöfuðum fjárheimildum til þessara verkefna vegna áætlaðs kostnaðar stofnana umfram fjárheimildir þeirra út árið 2014. Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé nú lokið telur hópurinn þörf á að halda hluta af sértækum aðgerðum vegna umbrotanna áfram og vöktun og eftirliti umfram það sem telst hluti af daglegum rekstri og verkefnum stofnana. Þá er mikilvægt að mælingum verðisinnt áfram og að frekari hreyfingar á svæðinu verði vaktaðarmeð tilliti til hugsanlegra frekari hamfara. Vegna óvissu um framvindu telja vísindamenn og viðbragðsaðilar nauðsynlegt að halda úti slíkri vöktun og auknu eftirliti t.d. vegna ferðamanna á svæðinu, auk öflun upplýsinga og gerð rannókna á náttúrufar, vatnasvæði, lífríki og heilsufar þannig að hægt verði að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 448,7 milljónir króna árið 2015. Er það gert á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi einnig heimilað nýtingu á ónýttum fjárheimildum frá árinu 2014 að fjárhæð 100,8 milljónir króna. „Samantekið að meðtaldri þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin samþykkt viðbótar fjárframlög til stofnana sem nemur 1.136 m.kr. frá því eldsumbrot hófust á síðasta ári fram til septemberloka á þessu ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segor það starf sem eftirlits- og viðbragðsaðilar hafi unnið til þessa hafi verið sérlega farsælt.„Þó að mesta hættan virðist liðin hjá er nauðsynlegt að standa vaktina áfram og tryggja fyllsta öryggi á svæðinu sérstaklega yfir ferðamannatímann. Einnig er mikilvægt að efla það vísindastarf sem náttúruhamfarir sem þessar kalla á.“ „Á ríkisstjórnarfundi þann 10. september 2014 samþykkti ríkisstjórnin að skipa samráðshóp ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá, undir forystu forsætisráðuneytisins, og var honum falið að yfirfara fjárþörf og kostnað vegna hamfaranna og hafa yfirsýn yfir viðbrögð, aðgerðir og samhæfingu. Hópurinn hefur fundað reglulega og lagt mat á viðbótarfjárheimildir til stofnana sem koma helst að málum. Byggt á tillögum hópsins samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum þann 4. nóvember 2014 að veita samtals 687 m. kr. af óráðstöfuðum fjárheimildum til þessara verkefna vegna áætlaðs kostnaðar stofnana umfram fjárheimildir þeirra út árið 2014. Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé nú lokið telur hópurinn þörf á að halda hluta af sértækum aðgerðum vegna umbrotanna áfram og vöktun og eftirliti umfram það sem telst hluti af daglegum rekstri og verkefnum stofnana. Þá er mikilvægt að mælingum verðisinnt áfram og að frekari hreyfingar á svæðinu verði vaktaðarmeð tilliti til hugsanlegra frekari hamfara. Vegna óvissu um framvindu telja vísindamenn og viðbragðsaðilar nauðsynlegt að halda úti slíkri vöktun og auknu eftirliti t.d. vegna ferðamanna á svæðinu, auk öflun upplýsinga og gerð rannókna á náttúrufar, vatnasvæði, lífríki og heilsufar þannig að hægt verði að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira