Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Linda Blöndal skrifar 17. apríl 2015 20:00 Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryk hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. Ísland hafi sérstöðu þegar kemur að loftmengun og því ekki hægt að nota evrópskar mælingar til að fá góðar niðurstöður. Tíðni andláta reiknað með sama hætti í EvrópuSvifryk fór átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á hverju ári, undanfarin þrjú ár Í borginni, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Leyfilegt er í reglugerð að fara sjö sinnum yfir þessi mörk. Í gær kom fram í fréttum Stöðvar tvö að talið væri að 35 til 72 ótímabær dauðsföll hér á landi mættu rekja til svifryksmengunar. Þar er vitnað í nýja skýrslu Evrópusambandsins um loftgæði en tölurnar byggjast þó ekki á heilbrigðisupplýsingum frá hverju landi heldur á mengunartölum og íbúafjölda sem sett er inn í reiknilíkan. Byggt er á rannsóknum sem sýna tengsl meiri dánartíðni þegar mengun nær ákveðnu marki. Í skýrslunni er talið að á svifryksmengun hafi orsakað jafnvel 600 þúsund ótímabær dauðsföll í Evrópu árið 2011.Reykjavík ólík öðrum EvrópuborgumVilhjálmur Rafnsson hefur rannsakað áhrif umhverfis á heilsufar um árabil, svo sem áhrif mengunar frá Hellisheiðarvirkjun á ótímabær dauðsföll. Hann segir mikilvægt að vita hvort svifryk ógni heilsu manna en Ísland verði að rannsaka sérstaklega, Reykjavík sé ólík öðrum Evrópuborgum. Meiri bílaumferð og þungur iðnaður„Það er mjög brýnt að rannsaka þetta því við höfum ákveðna sérstöðu á Íslandi. Við búum við loftslag sem er einkennandi fyrir Eyjaloftslag, með lægðir sem koma hratt upp að landinu sem við höfum svolítið treyst á að þynni umferðartengda mengun hjá okkur", sagði Vilhjálmur í fréttum stöðvar tvö í kvöld. „En við erum líka með mjög mikið af bílum á mann. Meira en gengur og gerist í Evrópu, við nálgumst Ameríkanana hvað það varðar", segir Vilhjálmur. Hann bætir við að auk þess séum við með þungan iðnað og það nýjasta séu jarðvarmavirkjanir sem séu ekkert langt frá Reykjavík svo dæmi sé tekið. Vilhjámur vill þó ekki segja hvort hér sé dánartíðni hlutfallslega meiri vegna mengunarinnar en í öðrum Evrópuborgum. Hér á landi ríkir einfaldlega óvissa á meðan ekki meira sé rannsakað. Skortur á rannsóknum„Við höfum gert nokkrar rannsóknir á þessu sviði en ekki nóg. Við eigum rannsóknir sem hafa skoðað hvort að umferðartengd mengun tengist astmalyfjanotkun eða hjartalyfjanotkun og hvort tveggja hefur sýnt sig að þar er samband á milli", segir Vilhjálmur og bætir við að ekki sé vitað þó hvort þarna sé orsakasamband. „Það þurfa fleiri rannsóknir að leysa úr", sagði hann. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryk hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. Ísland hafi sérstöðu þegar kemur að loftmengun og því ekki hægt að nota evrópskar mælingar til að fá góðar niðurstöður. Tíðni andláta reiknað með sama hætti í EvrópuSvifryk fór átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á hverju ári, undanfarin þrjú ár Í borginni, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Leyfilegt er í reglugerð að fara sjö sinnum yfir þessi mörk. Í gær kom fram í fréttum Stöðvar tvö að talið væri að 35 til 72 ótímabær dauðsföll hér á landi mættu rekja til svifryksmengunar. Þar er vitnað í nýja skýrslu Evrópusambandsins um loftgæði en tölurnar byggjast þó ekki á heilbrigðisupplýsingum frá hverju landi heldur á mengunartölum og íbúafjölda sem sett er inn í reiknilíkan. Byggt er á rannsóknum sem sýna tengsl meiri dánartíðni þegar mengun nær ákveðnu marki. Í skýrslunni er talið að á svifryksmengun hafi orsakað jafnvel 600 þúsund ótímabær dauðsföll í Evrópu árið 2011.Reykjavík ólík öðrum EvrópuborgumVilhjálmur Rafnsson hefur rannsakað áhrif umhverfis á heilsufar um árabil, svo sem áhrif mengunar frá Hellisheiðarvirkjun á ótímabær dauðsföll. Hann segir mikilvægt að vita hvort svifryk ógni heilsu manna en Ísland verði að rannsaka sérstaklega, Reykjavík sé ólík öðrum Evrópuborgum. Meiri bílaumferð og þungur iðnaður„Það er mjög brýnt að rannsaka þetta því við höfum ákveðna sérstöðu á Íslandi. Við búum við loftslag sem er einkennandi fyrir Eyjaloftslag, með lægðir sem koma hratt upp að landinu sem við höfum svolítið treyst á að þynni umferðartengda mengun hjá okkur", sagði Vilhjálmur í fréttum stöðvar tvö í kvöld. „En við erum líka með mjög mikið af bílum á mann. Meira en gengur og gerist í Evrópu, við nálgumst Ameríkanana hvað það varðar", segir Vilhjálmur. Hann bætir við að auk þess séum við með þungan iðnað og það nýjasta séu jarðvarmavirkjanir sem séu ekkert langt frá Reykjavík svo dæmi sé tekið. Vilhjámur vill þó ekki segja hvort hér sé dánartíðni hlutfallslega meiri vegna mengunarinnar en í öðrum Evrópuborgum. Hér á landi ríkir einfaldlega óvissa á meðan ekki meira sé rannsakað. Skortur á rannsóknum„Við höfum gert nokkrar rannsóknir á þessu sviði en ekki nóg. Við eigum rannsóknir sem hafa skoðað hvort að umferðartengd mengun tengist astmalyfjanotkun eða hjartalyfjanotkun og hvort tveggja hefur sýnt sig að þar er samband á milli", segir Vilhjálmur og bætir við að ekki sé vitað þó hvort þarna sé orsakasamband. „Það þurfa fleiri rannsóknir að leysa úr", sagði hann.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira