Þótti ekki töff að eiga enga útgefna tónlist fyrir hátíðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2015 09:30 Hrafnkell og Guðlaugur hafa starfað saman í tæp sjö ár. Fufanu er hljómsveit sem eflaust er ekki alltof þekkt í augnablikinu. Það gæti þó átt eftir að breytast á næstunni. Á döfinni er EP-plata, breiðskífa og tónleikar víða um heim. „Fyrsta smáskífan kemur formlega út í byrjun apríl,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari og annar meðlimur sveitarinnar, og bætir við að B-hliðin verði geggjuð. Hinn meðlimurinn er Guðlaugur Halldór Einarsson sem einnig er kenndur við sveitina russian.girls. „Við gáfum út tónlistarmyndband skömmu fyrir Iceland Airwaves. Þá áttum við ekkert útgefið efni og það þótti ekki nógu töff að eiga ekki tóndæmi til. Þannig við skelltum í myndband og settum á vefinn.“ Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Skömmu eftir að smáskífan kemur út er áætlað að út komi EP-plata. Drengirnir hafa verið í hljóðveri ásamt Curver Thoroddsen, úr Ghostigital, að vinna að upptöku laganna. Breiðskífan, sem kemur út á vegum One Little Indian, er ekki væntanleg fyrr en í september. „Okkur finnst hálf leiðinlegt að bíða svona lengi með útgáfu plötunar, svo það er aldrei að vita hvort við gefum ekki út einhverskonar EP fyrir sumarið,“ segir Hrafnkell. Það sé einhver lenska að utan að bíða með plötuna fram á haust og þeir hlýði því. Eftir plötuútgáfuna er ætlunin að fara í tónleikaferðalög. Það hefur nú þegar byrjað eilítið því drengirnir léku á Eurosonic hátíðinni í Groningen, í nóvember hituðu þeir upp fyrir Damon Albarn, söngvara Blur og Gorillaz, í Royal Albert Hall og um mánaðarmótin mars apríl munu þeir hita upp fyrir The Vaccines á ferð þeirra um Bretland. The Vaccines er fyrir löngu orðið stórt nafn í tónlistarheiminum en bassaleikari sveitarinnar er Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason. „Árni talaði við bókunarskrifstofuna þeirra og sagði að hann vildi fá okkur með til að hita upp fyrir sig. Við vorum með tvo tónleika bókaða í London á þessum tíma með japanska bandinu Bo Ningen en tókst að púsla þessu saman að lokum.“ Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu. „Fyrst skiptum við aðeins um stefnu og það olli smá misskilningi. Fólk mætti á tónleika með okkur og hélt það væri að mæta á rave og ástandið á því eftir því,“ segir Hrafnkell. „Það er mjög gaman og mjög fyndið að sjá að fólki líkar það sem við erum að gera. Það er bara gott.“ Tengdar fréttir Dazed fíla fufanu Líkja einnig dj. flugvél & geimskip við Björk. 27. desember 2014 09:30 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00 Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Fufanu er hljómsveit sem eflaust er ekki alltof þekkt í augnablikinu. Það gæti þó átt eftir að breytast á næstunni. Á döfinni er EP-plata, breiðskífa og tónleikar víða um heim. „Fyrsta smáskífan kemur formlega út í byrjun apríl,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari og annar meðlimur sveitarinnar, og bætir við að B-hliðin verði geggjuð. Hinn meðlimurinn er Guðlaugur Halldór Einarsson sem einnig er kenndur við sveitina russian.girls. „Við gáfum út tónlistarmyndband skömmu fyrir Iceland Airwaves. Þá áttum við ekkert útgefið efni og það þótti ekki nógu töff að eiga ekki tóndæmi til. Þannig við skelltum í myndband og settum á vefinn.“ Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Skömmu eftir að smáskífan kemur út er áætlað að út komi EP-plata. Drengirnir hafa verið í hljóðveri ásamt Curver Thoroddsen, úr Ghostigital, að vinna að upptöku laganna. Breiðskífan, sem kemur út á vegum One Little Indian, er ekki væntanleg fyrr en í september. „Okkur finnst hálf leiðinlegt að bíða svona lengi með útgáfu plötunar, svo það er aldrei að vita hvort við gefum ekki út einhverskonar EP fyrir sumarið,“ segir Hrafnkell. Það sé einhver lenska að utan að bíða með plötuna fram á haust og þeir hlýði því. Eftir plötuútgáfuna er ætlunin að fara í tónleikaferðalög. Það hefur nú þegar byrjað eilítið því drengirnir léku á Eurosonic hátíðinni í Groningen, í nóvember hituðu þeir upp fyrir Damon Albarn, söngvara Blur og Gorillaz, í Royal Albert Hall og um mánaðarmótin mars apríl munu þeir hita upp fyrir The Vaccines á ferð þeirra um Bretland. The Vaccines er fyrir löngu orðið stórt nafn í tónlistarheiminum en bassaleikari sveitarinnar er Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason. „Árni talaði við bókunarskrifstofuna þeirra og sagði að hann vildi fá okkur með til að hita upp fyrir sig. Við vorum með tvo tónleika bókaða í London á þessum tíma með japanska bandinu Bo Ningen en tókst að púsla þessu saman að lokum.“ Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu. „Fyrst skiptum við aðeins um stefnu og það olli smá misskilningi. Fólk mætti á tónleika með okkur og hélt það væri að mæta á rave og ástandið á því eftir því,“ segir Hrafnkell. „Það er mjög gaman og mjög fyndið að sjá að fólki líkar það sem við erum að gera. Það er bara gott.“
Tengdar fréttir Dazed fíla fufanu Líkja einnig dj. flugvél & geimskip við Björk. 27. desember 2014 09:30 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00 Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00
Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30