Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:38 Eiður Smári í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira