Ekki miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 14:24 "Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið,“ segir Birta Líf. Vísir/Veðurlíf Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir