Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. desember 2015 06:00 27 ára greindarskertur Hollendingur verður líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. „Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira