Óskar þess að hafa son sinn hjá sér á jólunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2015 07:00 Hjálpræðisherinn bætti við aukaplássi fyrir manninn í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. „Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira