Óskar þess að hafa son sinn hjá sér á jólunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2015 07:00 Hjálpræðisherinn bætti við aukaplássi fyrir manninn í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. „Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira