Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Jón Hákon Jónsson skrifar 23. desember 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilja fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við helgarblað DV að viðskiptabann Rússa gegn Íslendingum, sem tilkomið er vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar Rússa á Krímskaga, væri það mál sem hefði reynst honum erfiðast. En hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina að endurskoða afstöðu Íslendinga gagnvart viðskiptaþvingununum. „Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó að þeir séu verðmiklir,“ sagði Gunnar Bragi jafnframt. Á föstudaginn samþykkti Evrópusambandið að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Braga á mánudaginn að það þýddi óbreytt ástand hvað varðar Ísland. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi falla ekki úr gildi fyrr en í seinni hluta janúarmánaðar, þótt Evrópusambandið sé þegar búið að ákveða að framlengja þær. Íslensk stjórnvöld hafa enga formlega ákvörðun tekið um að framlengja þátttöku sína í viðskiptaþvingununum og þurfa ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en í janúar. Það er ekki síst þess vegna sem samráðherrar Gunnars Braga eru ósáttir við hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið. Einnig vegna þess að þessa dagana er unnið að skýrslu um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf. Skýrslan er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verulega hefði dregið úr hrossaslátrun hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson forstöðumaður sagði að markaðir í Rússlandi hefðu tekið við öllu kjöti af skrokkum og gott verð fengist. En síðustu mánuði hafi lítið sem ekkert komist inn á þá markaði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa líka farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna málsins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Ísland væri einungis táknrænn þátttakandi í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Vegna þeirra hefði 30 milljarða króna markaður með uppsjávarfisk í Rússlandi lokast. Samdægurs birtist grein eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra sömu samtaka, í Morgunblaðinu þar sem hvatt var til breytinga á afstöðu Íslands. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í gær vegna málsins, en án árangurs. ---------------- ATH í upprunalegri útgáfu fréttarinnar segir að skýrslan sem er í vinnslu sé unnin fyrir forsætisráðuneytið. Hún er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilja fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við helgarblað DV að viðskiptabann Rússa gegn Íslendingum, sem tilkomið er vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar Rússa á Krímskaga, væri það mál sem hefði reynst honum erfiðast. En hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina að endurskoða afstöðu Íslendinga gagnvart viðskiptaþvingununum. „Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó að þeir séu verðmiklir,“ sagði Gunnar Bragi jafnframt. Á föstudaginn samþykkti Evrópusambandið að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Braga á mánudaginn að það þýddi óbreytt ástand hvað varðar Ísland. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi falla ekki úr gildi fyrr en í seinni hluta janúarmánaðar, þótt Evrópusambandið sé þegar búið að ákveða að framlengja þær. Íslensk stjórnvöld hafa enga formlega ákvörðun tekið um að framlengja þátttöku sína í viðskiptaþvingununum og þurfa ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en í janúar. Það er ekki síst þess vegna sem samráðherrar Gunnars Braga eru ósáttir við hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið. Einnig vegna þess að þessa dagana er unnið að skýrslu um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf. Skýrslan er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verulega hefði dregið úr hrossaslátrun hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson forstöðumaður sagði að markaðir í Rússlandi hefðu tekið við öllu kjöti af skrokkum og gott verð fengist. En síðustu mánuði hafi lítið sem ekkert komist inn á þá markaði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa líka farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna málsins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Ísland væri einungis táknrænn þátttakandi í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Vegna þeirra hefði 30 milljarða króna markaður með uppsjávarfisk í Rússlandi lokast. Samdægurs birtist grein eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra sömu samtaka, í Morgunblaðinu þar sem hvatt var til breytinga á afstöðu Íslands. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í gær vegna málsins, en án árangurs. ---------------- ATH í upprunalegri útgáfu fréttarinnar segir að skýrslan sem er í vinnslu sé unnin fyrir forsætisráðuneytið. Hún er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira