Innlent

Manndráp á Akranesi: Krefst þess að verða metinn ósakhæfur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Ákæra í máli ríkissaksóknara á hendur þrjátíu og sex ára karlmanni, sem sakaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana á Akranesi í október, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn fer fram á að verða metinn ósakhæfur en ríkissaksóknari fer fram á refsingu.

Kyrktur með höndum, beltisól og fatareim

Hann er ákærður fyrir að hafa hert að hálsi mannsins með höndum og með því að bregða beltisól og fatareim um háls hans og svo bundið hnút á reimina þannig að hún losnaði ekki frá hálsinum.

Sjá einnig: Yfirgaf vettvang meðan lögregla var á staðnum

Maðurinn sem var kyrktur lést á sjúkrahúsi fimm dögum síðar. Súrefnisflæði til heila stöðvaðist og missti hann meðvitund, miðtaugakerfi hætti að starfa og hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða sem leiddi til heiladauða, og komst hann aldrei aftur til meðvitundar.

Þrjú börn hins látna fara fram á samtals níu milljónir í miskabætur og bróðir hans fer fram á að ákærði verði látinn greiða bætur vegna útfarar mannsins.


Tengdar fréttir

Mannslát rannsakað sem morð

Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×