Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðherra segir fullveldi Íslands byggja á virðingu þjóða fyrir alþjóðlegum lögum og reglum og vill að Íslendingar haldi þátttöku sinni í refsiaðgerðum sínum gegn Rússum áfram. Samtök atvinnulífsins segja hins vegar ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi viðskiptabanni gegn Rússum. „Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Það er eðlilegt að við spjöllum um þetta milli okkar. En þeir hafa nú lýst því yfir held ég báðir á fyrri stigum að það gangi nú ekki að kalla þetta til baka,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem reiknar þó með að framlenging bannsins verði rædd í ríkisstjórn. Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins segir að viðskiptabannið hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ætla megi að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um 15 milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum innflutningsbanns Rússa á ýmis byggðarlög en hann óttist ekki um hag stærri útgerða enda hafi markaðir fyrir vörurnar að einhverju leyti verið að opnast annars staðar. „Þannig að ég hygg nú að þegar á hólminn er komið þá er fjárhagslega tjónið mun minna en menn héldu fram í upphafi. En fyrir einstök byggðarlög getur þetta verið töluvert tjón,“ segir utanríkisráðherra og vill skoða hvernig bregðast eigi við því. Samtök atvinnulífsins segja refsiaðgerðirnar gegn Rússum snerta vopnaviðskipti og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar leggi hvorki stund á vopnaviðskipti né fjármögnun rússneskra banka hafi viðskiptabannið engin áhrif, en bann þeirra við innflutningi á matvælum mjög mikil áhrif á Ísland. Utanríkisráðherra segir virðingu þjóða fyrir alþjóðasamningum og lögum skipta Ísland miklu máli. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessu. Því að það er akkúrat það sem fullveldið okkar byggir á og ég hugsa að það sé ekki hægt að tala um stærri hagsmuni en þá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Utanríkisráðherra segir fullveldi Íslands byggja á virðingu þjóða fyrir alþjóðlegum lögum og reglum og vill að Íslendingar haldi þátttöku sinni í refsiaðgerðum sínum gegn Rússum áfram. Samtök atvinnulífsins segja hins vegar ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi viðskiptabanni gegn Rússum. „Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Það er eðlilegt að við spjöllum um þetta milli okkar. En þeir hafa nú lýst því yfir held ég báðir á fyrri stigum að það gangi nú ekki að kalla þetta til baka,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem reiknar þó með að framlenging bannsins verði rædd í ríkisstjórn. Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins segir að viðskiptabannið hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ætla megi að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um 15 milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum innflutningsbanns Rússa á ýmis byggðarlög en hann óttist ekki um hag stærri útgerða enda hafi markaðir fyrir vörurnar að einhverju leyti verið að opnast annars staðar. „Þannig að ég hygg nú að þegar á hólminn er komið þá er fjárhagslega tjónið mun minna en menn héldu fram í upphafi. En fyrir einstök byggðarlög getur þetta verið töluvert tjón,“ segir utanríkisráðherra og vill skoða hvernig bregðast eigi við því. Samtök atvinnulífsins segja refsiaðgerðirnar gegn Rússum snerta vopnaviðskipti og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar leggi hvorki stund á vopnaviðskipti né fjármögnun rússneskra banka hafi viðskiptabannið engin áhrif, en bann þeirra við innflutningi á matvælum mjög mikil áhrif á Ísland. Utanríkisráðherra segir virðingu þjóða fyrir alþjóðasamningum og lögum skipta Ísland miklu máli. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessu. Því að það er akkúrat það sem fullveldið okkar byggir á og ég hugsa að það sé ekki hægt að tala um stærri hagsmuni en þá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19