Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. desember 2015 14:19 „Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli,“ segja SA. vísir/afp Samtök atvinnulífsins vilja að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við viðskiptabann ESB og Bandaríkjanna á Rússland. Þau telja bannið hafa haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf og áætla að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um fimmtán milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Þá hafi áhrif á vöruútflutning þeirra þjóða sem styðja bannið hafa verið hlutfallslega mest á Íslandi, en ESB hefur nú framlengt bannið um sex mánuði, en til stóð að það félli niður í lok janúar 2016. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau hafi skilning á alvarlegri stöðu mála í Úkraínu og að framferði Rússa þar og á Krímgskaga verði ekki látið óátalið. Hins vegar séu það vonbrigði að ESB hafi ekki ljáð máls á aðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum stuðnings Íslands við viðskiptabannið, til dæmis með auknum markaðsaðgangi fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Íslandi ber að standa með bandalagsþjóðum sínum. Það er þo ekki forsvaranlegt að gífurlegur kostnaður af þessum táknrænu aðgerðum Íslands í utanríkismálum leggist nánast alfarið á eina atvinnugrein, án þess að gripið sé til nokkurra mótvægisaðgerða til að lágmarka tjónið,“ segir í tilkynningunni. Lágmarkskrafa sé að íslensk stjórnvöld skilyrði áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið við það að á móti komi aukinn markaðsaðgangur að Evrópumarkaði fyrir sjávarafurðir. „Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við viðskiptabann ESB og Bandaríkjanna á Rússland. Þau telja bannið hafa haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf og áætla að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um fimmtán milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Þá hafi áhrif á vöruútflutning þeirra þjóða sem styðja bannið hafa verið hlutfallslega mest á Íslandi, en ESB hefur nú framlengt bannið um sex mánuði, en til stóð að það félli niður í lok janúar 2016. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau hafi skilning á alvarlegri stöðu mála í Úkraínu og að framferði Rússa þar og á Krímgskaga verði ekki látið óátalið. Hins vegar séu það vonbrigði að ESB hafi ekki ljáð máls á aðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum stuðnings Íslands við viðskiptabannið, til dæmis með auknum markaðsaðgangi fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Íslandi ber að standa með bandalagsþjóðum sínum. Það er þo ekki forsvaranlegt að gífurlegur kostnaður af þessum táknrænu aðgerðum Íslands í utanríkismálum leggist nánast alfarið á eina atvinnugrein, án þess að gripið sé til nokkurra mótvægisaðgerða til að lágmarka tjónið,“ segir í tilkynningunni. Lágmarkskrafa sé að íslensk stjórnvöld skilyrði áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið við það að á móti komi aukinn markaðsaðgangur að Evrópumarkaði fyrir sjávarafurðir. „Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira