Innlent

Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu

Heimir Már Pétursson skrifar
Frá eldgosinu í Holuhrauni.
Frá eldgosinu í Holuhrauni. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson

Tveir jarðskjálftar stærri en þrír mældust í Bárðarbunguöskju í nótt en hún er vöktuð allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá náttúruváreftirliti Veðurstofunnar segir að fyrri skjálftinn hafi mælst um klukkan hálf þrjú í nótt og verið 3,3 að stærð. Hinn síðari hafi mælst um klukkan tíu mínútur í fimm í morgun og einnig verið 3,3, að stærð.

Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruváreftirlitsins segir að síðan um miðjan september hafi orkuútlausn skjálfta heldur aukist í Bárðarbunguöskjunni. Um svipað leyti verði vart við þenslumerki frá öskjunni og sé ekki ólíklegt að bæði merki tengist kvikusöfnun í Bárðarbunguöskjunni.

Kristín segir að miðað við nýleg líkön af Bárðarbungu verði að teljast ólíklegt að mjög stutt sé í annað eldgos en hitt sé líklegra að kvikusöfnunarfasi geti tekið langan tíma. Eldstöðin sé þó mikið vöktuð, daga og nætur á Veðurstofunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.