Systir Hreiðars Más um Angelo: „Einstaklega hlýr og góður drengur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 14:24 Angelo Uijleman og Þórdís Sigurðardóttir vísir Angelo Uijleman, Hollendingur sem nú sætir farbanni vegna aðildar að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, borðaði heima hjá Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á jóladag. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís hefur sett á Facebook-síðu sína en þeir Angelo og Hreiðar kynntust á Kvíabryggju þar sem Angelo sat í gæsluvarðhaldi og Hreiðar afplánar dóm vegna Al Thani-málsins: „Jólin voru hefðbundin en líka með nýju sniði. Á jóladag fengum við Angelo í heimsókn. Hann er frá Hollandi og bíður að vita um sín örlög. Angelo er einstaklega hlýr og góður drengur, hann er jákvæður og bjartsýnn. Daniell var einnig hjá okkur en hún býr í New York og er einn af fyrstu starfsmönnum hjá Tumblr. Frábær stelpa sem elskar Ísland og hefur komið hingað 6 sinnum. Já elskar Ísland!“Segir hræðilegt að upplifa það að heil þjóð fari gegn ákveðnum hópi fólks Þórdís segist síðan sjálf aldrei hafa verið eins fjarri því og nú að elska Ísland en hún segir ástæðuna einfalda; hún sé yfirbuguð vegna þess haturs og þeirrar ómennsku sem hún segir þjóðina hafa sýnt fjölskyldu hennar: „Það er hræðilegt að upplifa það að heil þjóð fari gegn ákveðnum hópi fólks og enn hræðilegra þegar hið svokallaða réttarkerfi fylgir fast á hælana. Það að ætla að kenna nokkrum mönnum um hrunið er jafn fjandsamlegt og heimskulegt og ætla að kenna hjúkrunarfræðingi um dauða sjúklings. Bróðir minn situr í fangelsi af því að þjóðin hefur úthýst honum. Meðferðin og framkoman er Íslandi til skammar því aftur og aftur hafa grundvallarreglur réttarfarsins verið brotnar. Allir hafa horft í gegnum fingur sér með það - þetta er of stórt til að klikka á einhverjum lagalegum atriðum. Þjóðin og embættismenn hennar telja sér trú um að þetta sé gert til að fullnægja réttlætinu - sefa reiði þjóðarinnar. Það hafi verið óeðlilegt hvernig og hvað var í gangi á árunum í uppganginum. Það beri að refsa!„Hver er glæpamaðurinn?“ Ekki í einu einasta máli er bróðir minn sakaður um að hafa ætlað að hagnast á gjörðum sínum persónulega. Nei, en samt skal hann sitja inni og það eru engir smá dómar takk fyrir. Í fyrstu var logið upp á að hann hefði stolið öllum verðmætum úr bankanum en hvað hefur komið í ljós - íslenska ríkið er að verða skuldlaust og það sem meira er það á að byggja nýtt sjúkrahús fyrir peninga og eignir sem voru í bankanum - ég spyr hver er glæpamaðurinn? Hver stelur hverju frá hverjum?“ Að lokum segist Þórdís eiga þá ósk heitasta að illska og hatur hætti á nýju ári að og réttarkerfið og þeir sem beri ábyrgð á því átti sig á óréttlætinu og skömminni sem hún segir hafa viðgengist þar. „Ég á þá ósk að þjóðin snúi frá heiftri og hatri. Ég á þá ósk að réttlæti einkenni ákvarðanir og gjörðir. Er það of mikið? Ég á þá ósk að ég elski Ísland!“ Facebook-færslu Þórdísar má sjá í heild sinni hér að neðan.Jólin voru hefðbundin en líka með nýju sniði. Á jóladag fengum við Angelo í heimsókn. Hann er frá Hollandi og býður að...Posted by Frú Þórdís Sigurðardóttir on Monday, 28 December 2015 Tengdar fréttir Vonast til að fá að fara aftur heim til Hollands Greindarskertur hollenskur maður sem dvaldi í átta vikur í einangrun á litla hrauni segir dvölina hafa verið þungbæra og erfiða. Hann á yfir höfði sér þungan dóm og sætir farbanni en vonar að hann geti farið sem fyrst heim til Hollands. 24. desember 2015 14:00 Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00 Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Angelo Uijleman, Hollendingur sem nú sætir farbanni vegna aðildar að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, borðaði heima hjá Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á jóladag. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís hefur sett á Facebook-síðu sína en þeir Angelo og Hreiðar kynntust á Kvíabryggju þar sem Angelo sat í gæsluvarðhaldi og Hreiðar afplánar dóm vegna Al Thani-málsins: „Jólin voru hefðbundin en líka með nýju sniði. Á jóladag fengum við Angelo í heimsókn. Hann er frá Hollandi og bíður að vita um sín örlög. Angelo er einstaklega hlýr og góður drengur, hann er jákvæður og bjartsýnn. Daniell var einnig hjá okkur en hún býr í New York og er einn af fyrstu starfsmönnum hjá Tumblr. Frábær stelpa sem elskar Ísland og hefur komið hingað 6 sinnum. Já elskar Ísland!“Segir hræðilegt að upplifa það að heil þjóð fari gegn ákveðnum hópi fólks Þórdís segist síðan sjálf aldrei hafa verið eins fjarri því og nú að elska Ísland en hún segir ástæðuna einfalda; hún sé yfirbuguð vegna þess haturs og þeirrar ómennsku sem hún segir þjóðina hafa sýnt fjölskyldu hennar: „Það er hræðilegt að upplifa það að heil þjóð fari gegn ákveðnum hópi fólks og enn hræðilegra þegar hið svokallaða réttarkerfi fylgir fast á hælana. Það að ætla að kenna nokkrum mönnum um hrunið er jafn fjandsamlegt og heimskulegt og ætla að kenna hjúkrunarfræðingi um dauða sjúklings. Bróðir minn situr í fangelsi af því að þjóðin hefur úthýst honum. Meðferðin og framkoman er Íslandi til skammar því aftur og aftur hafa grundvallarreglur réttarfarsins verið brotnar. Allir hafa horft í gegnum fingur sér með það - þetta er of stórt til að klikka á einhverjum lagalegum atriðum. Þjóðin og embættismenn hennar telja sér trú um að þetta sé gert til að fullnægja réttlætinu - sefa reiði þjóðarinnar. Það hafi verið óeðlilegt hvernig og hvað var í gangi á árunum í uppganginum. Það beri að refsa!„Hver er glæpamaðurinn?“ Ekki í einu einasta máli er bróðir minn sakaður um að hafa ætlað að hagnast á gjörðum sínum persónulega. Nei, en samt skal hann sitja inni og það eru engir smá dómar takk fyrir. Í fyrstu var logið upp á að hann hefði stolið öllum verðmætum úr bankanum en hvað hefur komið í ljós - íslenska ríkið er að verða skuldlaust og það sem meira er það á að byggja nýtt sjúkrahús fyrir peninga og eignir sem voru í bankanum - ég spyr hver er glæpamaðurinn? Hver stelur hverju frá hverjum?“ Að lokum segist Þórdís eiga þá ósk heitasta að illska og hatur hætti á nýju ári að og réttarkerfið og þeir sem beri ábyrgð á því átti sig á óréttlætinu og skömminni sem hún segir hafa viðgengist þar. „Ég á þá ósk að þjóðin snúi frá heiftri og hatri. Ég á þá ósk að réttlæti einkenni ákvarðanir og gjörðir. Er það of mikið? Ég á þá ósk að ég elski Ísland!“ Facebook-færslu Þórdísar má sjá í heild sinni hér að neðan.Jólin voru hefðbundin en líka með nýju sniði. Á jóladag fengum við Angelo í heimsókn. Hann er frá Hollandi og býður að...Posted by Frú Þórdís Sigurðardóttir on Monday, 28 December 2015
Tengdar fréttir Vonast til að fá að fara aftur heim til Hollands Greindarskertur hollenskur maður sem dvaldi í átta vikur í einangrun á litla hrauni segir dvölina hafa verið þungbæra og erfiða. Hann á yfir höfði sér þungan dóm og sætir farbanni en vonar að hann geti farið sem fyrst heim til Hollands. 24. desember 2015 14:00 Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00 Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Vonast til að fá að fara aftur heim til Hollands Greindarskertur hollenskur maður sem dvaldi í átta vikur í einangrun á litla hrauni segir dvölina hafa verið þungbæra og erfiða. Hann á yfir höfði sér þungan dóm og sætir farbanni en vonar að hann geti farið sem fyrst heim til Hollands. 24. desember 2015 14:00
Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00
Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00