Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Óli Kr Ármannsson skrifar 29. desember 2015 07:00 Sjómenn nota tækifærið á milli jóla og nýárs til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við útgerðarmenn. vísir/gva Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira